Framfylgd höfundaréttar - 17. febrúar 2026
Á þessu námskeiði verður sjónum beint að því hver þýðing höfundaréttinda og skyldra réttinda sé í raun. Fjallað verður um framfylgd höfundaréttar, þ.e. hvaða úrræði standa höfundum og öðrum rétthöfum til boða vegna brota á höfundalögum, og um ákvæði laganna um skaðabætur; refsingar, lögbann, ónýtingu eintaka, málsóknarumboð og fleira. Jafnframt verður rætt um hvernig úrræðin hafa birst í dómaframkvæmd.
- Kennarar Erla S. Árnadóttir lögmaður hjá LEX og dr. Rán Tryggvadóttir en þær eru að skrifa heildarrit um höfundarétt.
- Staður Kennslustofan Keilir, Eignaumsjón, Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík (gengið inn ofan af bílastæðiporti).
- Tími Alls 3 klst. Þriðjudagur 17. febrúar 2026 kl. 13.00-16.00.
- Verð Kr. 29.000,- fyrir félaga í félagsdeild LMFÍ, kr. 38.600,- fyrir félaga í LMFÍ og LÍ en kr. 48.300,- fyrir aðra.
Skráning hér: