Hagnýt fjármál fyrirtækja – fjarnámskeið 24. og 29. október 2024
Farið verður yfir grunnhugtök i fjármálafræði og fjármögnunarkosti fyrirtækja, þ.e. hvaða tækifæri fyrirtæki hafa til að afla sér fjármagns til skemmri og lengri tíma. Sérstaklega verður vikið að því hvernig hægt er að koma að verðmati á hlutabréfum og hvernig við getum reiknað út núvirði á skuldabréfum. Þá verður farið yfir aðferðafræði sem beitt er við verðmat á fyrirtækjum sem og hvernig ávöxtunarkrafa er reiknuð út. Enn fremur verður rætt um lántöku fyrirtækja og hvort og þá hvaða skuldsetning fyrirtækja er ákjósanleg.
Námskeiðið hentar mjög vel fyrir lögmenn sem vilja hafa grundvallarskilning á fjármálum fyrirtækja, lögfræðinga sem starfa innan fyrirtækja og fjármálageirans eða hafa áhuga á að taka að sér stjórnarsetu, stofna og/eða reka fyrirtæki.
Þetta fjarnámskeið var síðast haldið haustið 2022 við mikla ánægju meðal þátttakenda:
- „Frábært námskeið – góð upprifjun þar sem ég hef setið próf í verðbréfaviðskiptum“.
- „Elmar mjög góður og skemmtilegur kennari.“
- “Var virkilega ánægð með þetta, mjög gagnlegt.”
- “Mun án efa nýtast mér heilmikið.”
- Kennari: Elmar Hallgríms Hallgrímsson framkvæmdastjóri Samiðnar - sambands iðnfélaga, lögfræðingur og Ms. í fjármálum fyrirtækja.
- Staður: Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík.
- Tími: Alls 6 klst. (2x3). Fimmtudagur 24. okt. og þriðjudagur 29. okt. kl. 13.00-16.00.
- Verð: kr. 39.600,- fyrir félaga í félagsdeild LMFÍ, kr. 52.800,- fyrir félaga í LMFÍ og LÍ en kr. 66.000,- fyrir aðra.
Skráning: