Hlutverk og skyldur verjanda - 20. mars 2025

Fjallað verður um hlutverk og skyldur verjanda sakbornings við rannsókn lögreglu og meðferð sakamáls fyrir dómi.  Sérstök áhersla verður lögð á samskipti verjanda við sakborninga, rannsakendur, dómstóla, vitni og eftir atvikum aðra, þ.m.t. fjölmiðla og jafnvel almenning. Þá verður því jafnframt velt upp hvort hlutverk verjanda sé annað í dag en áður var, meðal annars með hliðsjón af þeim breytingum sem orðið hafa á samfélaginu á liðnum áratugum, svo sem með tilkomu samfélagsmiðla og auðveldari upplýsingamiðlun. Þá verður einnig fjallað um atriði sem helst valda ágreiningi á milli rannsakenda og verjenda á meðan á rannsókn sakamála stendur, þ.m.t. aðgang að gögnum máls. Fjallað verður um úrræði sem verjendur geta gripið til við slíkar aðstæður og um meðferð slíkra mála fyrir dómstólum. 

10% aukaafsláttur fyrir þau sem einnig eru skráð á námskeiðið Störf réttargæslumanns brotaþola sem haldið verður 13. mars

  • Kennari     Jóhannes Rúnar Jóhannsson dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur.  
  • Staður       Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík.   
  • Tími           Alls 2 klst.   Fimmtudagur 20. mars 2025 kl. 11.00-13.00. 
  • Verð           Kr. 18.000,- fyrir félaga í félagsdeild LMFÍ, kr. 24.000,- fyrir félaga í LMFÍ og LÍ en kr. 30.000,- fyrir aðra. 

Skráning:

gata, póstnr. og staður
Veldu það sem við á





Afbókun og persónuupplýsingar

Afbókun á námskeið þarf að berast í síðasta lagi daginn áður. Upplýsingar um þátttakendur verða einungis notaðar til að auðvelda þjónustu við þá.


 

 

Vefkökur

Við notum vefkökur til að bæta vefinn.