Ný álitaefni um grenndarrétt og samspil hans við 72. gr. stjórnarskrárinnar - 11. febrúar 2025

Í íslenskum rétti gilda á sviði einkaréttarins ólögfestur reglur, svokallaðar grenndarreglur, sem setja eignarráðum fasteignareiganda skorður af tilliti til nálægra fasteigna og þeirra sem þar dvelja. Í því sambandi er áhugavert að Hæstiréttur staðfesti nýlega að nábýlishagsmunir njóti verndar eignarréttarákvæðis 72. gr. stjórnarskrárinnar. Þýðing grenndarreglna hefur vaxið verulega, ekki síst með tilkomu aukins þéttbýlis. Þá reynir iðulega á nábýlisréttarleg álitaefni í sambýli í fjöleignarhúsum. Enn fremur er þýðing grenndarréttarins í stöðugri þróun og sér þess m.a. stað í umræðum um vindorkunýtingu og byggingu vindorkuvera.  

Á þessu námskeiði verður fjallað um þær takmarkanir á eignarráðum fasteigna sem felast í reglum íslensks réttar um grennd. Fjallað verður um tengsl þeirra við reglur opinbers réttar, t.d. í tilviki leyfisveitinga. Þá verður fjallað sérstaklega um samspil nábýlisréttar og reglna á sviði skipulagsréttar, en mál af þeim toga rata reglulega í fjölmiðla. Loks verður vikið að þeim úrræðum sem standa aðilum til boða þegar nágrannar hafa brotið gegn grenndarreglum og samspili úrræðanna við reglur opinbers réttar. 

 

  • Kennarar       Karl Axelsson hæstaréttardómari og prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og Víðir Smári Petersen dósent við lagadeild Háskóla Íslands.  
  • Staður                 Fundarsalur LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík. 
  • Tími                        Alls 3 klst. þriðjudagur 11. febrúar 2025 kl. 13.00-16.00. 
  • Verð               Kr. 27.000,- fyrir félaga í félagsdeild LMFÍ, kr. 36.000,- fyrir félaga í LMFÍ og LÍ en kr. 45.000,- fyrir aðra.  

Skráning: 

gata, póstnr. og staður
Veldu það sem við á





Afbókun og persónuupplýsingar

Afbókun á námskeið þarf að berast í síðasta lagi daginn áður. Upplýsingar um þátttakendur verða einungis notaðar til að auðvelda þjónustu við þá. Með skráningu samþykki ég skilmála félagsdeildar LMFÍ um afskráningu á námskeið og vinnslu persónuupplýsinga


 

Vefkökur

Við notum vefkökur til að bæta vefinn.