Réttindi og skyldur starfsmanna 17. mars 2026
m.a. út frá trúnaði og samkeppnisákvæðum í ráðningarsamböndum
Fjallað verður um vinnuframlag, vinnutíma og laun starfsmanna. Getur atvinnurekandi bannað starfsmanni að vinna önnur störf? Getur vinnuveitandi krafist þess að starfsmenn vinni heima og er það hans að sjá til þess að aðstaða sé með fullnægjandi hætti?
Í seinni hluta námskeiðsins verður fjallað um trúnað í og eftir lok ráðningarsambands; samkeppnisákvæði í ráðingarsamningum og réttaráhrif þeirra. Þá verður rætt um höfundarréttarsjónarmið og einkaleyfi af framleiðslu sem vinnan skapar.
- Kennari Lára V. Júlíusdóttir lögmaður hjá LL3 lögmönnum.
- Staður Kennslustofan Keilir, Eignaumsjón, Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík (gengið inn ofan af bílastæðiporti).
- Tími Alls 3 klst. Þriðjudagur 17. mars 2026, kl. 13.00-16.00.
- Verð Kr. 29.000,- fyrir félaga í félagsdeild LMFÍ, kr. 38.600,- fyrir félaga í LMFÍ og LÍ en kr. 48.300,- fyrir aðra.
Skráning hér: