Riftun verksamninga - frestað til hausts

Fjallað verður um riftun verksamninga í mannvirkjaframkvæmdum og lögð áhersla á að varpa ljósi á þau sérsjónarmið sem koma til álita við beitingu úrræðisins í verktakarétti. Umfjöllunin mun einkum hverfast um ákvæði íslenska staðalsins ÍST-30 en til samanburðar verður einnig horft til settra laga og ákvæða annarra staðla, m.a. á Norðurlöndum.  

Þá verður m.a. fjallað um þá meginreglu að veruleg vanefnd sé skilyrði riftunar og rakin þau viðmið sem koma helst til álita við mat á því hvort skilyrðinu sé fullnægt. Jafnframt verður gerð grein fyrir tilteknum tilvikum sem eiga það sammerkt að heimila riftun án þess að skilyrðinu um verulega vanefnd sé fullnægt á tímamarki riftunar.  

Rætt verður um heimild annars vegar verkkaupa og hins vegar verktaka til þess að rifta verksamningi með hliðsjón af helstu vanefndum sem réttlætt geta beitingu úrræðisins. Enn fremur verður fjallað um framkvæmd og réttaráhrif riftunar, sjónarmið sem koma til álita við uppgjör í kjölfar riftunar og stuttlega um samspil riftunar við önnur vanefndaúrræði. Loks verður vikið að því hvort og þá hvaða breytingar þarf að gera á ÍST-30 að þessu leyti. 

  • Kennarar         Gunnar Atli Gunnarsson lögmaður hjá Landslögum og Víðir Smári Petersen prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands.   
  • Staður                 Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík.  
  • Tími                     Alls 3 klst. Námskeiðinu frestað til hausts
  • Verð               Kr. 27.000,- fyrir félaga í félagsdeild LMFÍ, kr. 36.000,- fyrir félaga í LMFÍ og LÍ en kr. 45.000,- fyrir aðra.  

Skráning: 

gata, póstnr. og staður
Veldu það sem við á





Afbókun og persónuupplýsingar

Afbókun á námskeið þarf að berast í síðasta lagi daginn áður. Upplýsingar um þátttakendur verða einungis notaðar til að auðvelda þjónustu við þá. Með skráningu samþykki ég skilmála félagsdeildar LMFÍ um afskráningu á námskeið og vinnslu persónuupplýsinga


 

 

Vefkökur

Við notum vefkökur til að bæta vefinn.