Samningur SÞ um réttindi fatlaðs fólks – aðlögun málsmeðferðar - 10. mars - fjarnámskeið
Hinn 12. nóvember 2025 lögfesti Alþingi samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF). Samningurinn er þriðji alþjóðlegi mannréttindasamningurinn sem lögfestur er hér á landi á eftir mannréttindasáttmála Evrópu og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Ákvæði SRFF fela í sér skulbindingar ríkisins sem einkum miða að því markmiði að tryggja að fatlað fólk njóti mannréttinda til jafns við aðra. Skv. 13. gr. samningsins skal íslenska ríkið tryggja fötluðu fólki árangursríkan aðgang að réttinum til jafns við aðra, meðal annar með aðlögun málsmeðferðar. Á námskeiðinu verður fjallað um hvers eðlis SRFF er og hvaða þýðingu 13. gr. samningsins getur haft í störfum lögmanna.
- Kennari Sigurður Árnason lögfræðingur Öryrkjabandalagsins.
- Staður Fjarnámskeið.
- Tími Alls 1 klst. Fimmtudagur 10. mars 2026 kl. 12.00-13.00.
- Verð Kr. 11.000,- fyrir félaga í félagsdeild LMFÍ, kr. 14.000,- fyrir félaga í LMFÍ og LÍ en kr. 17.000,- fyrir aðra.
Skráning