Sjálfbærniregluverk ESB á fleygiferð - 29. apríl 2025

Talsverð þróun hefur verið hvað varðar regluverk ESB/EES á sviði sjálfbærni á síðustu misserum. Meðal annars leggja reglurnar umfangsmiklar kröfur um upplýsingagjöf á fyrirtæki og fjármálageirann, auk annarra skyldna.  

Farið verður yfir helstu þætti regluverksins, þ.m.t. um upplýsingagjöf um sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu og flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar. Þegar hafa reglugerð (ESB) 2019/2088, um upplýsingagjöf tengda sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu (SFDR), og reglugerð (ESB) 2020/852 um flokkunarkerfi Evrópusambandsins (EU Taxonomy) verið innleiddar í lög hér á landi.  Fleiri ESB/EES gerðir hafa verið samþykktar og munu verða innleiddar í lög. Þá er innan ESB unnið að breytingum og einföldun á reglunum í ljósi reynslunnar (fyrirhuguð ESG Omnibus Regulation) sem mun hafa áhrif hér á landi. Þá verður farið yfir helstu þætti í megin gerðunum, með áherslu á þær skyldur sem eru og munu verða lagðar á hérlendis sem og annars staðar innan EES.  

  • KennararHelga Melkorka Óttarsdóttir lögmaður á LOGOS og Arnar Sveinn Harðarson lögmaður hjá Arion banka.  
  • Staður        Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík.  
  • Tími                  Alls 3 klst. Þriðjudagur 29. apríl kl. 13.00-16.00 
  • Verð           Kr. 27.000,- fyrir félaga í félagsdeild LMFÍ, kr. 36.000,- fyrir félaga í LMFÍ og LÍ en kr. 45.000,- fyrir aðra.  

Skráning: 

gata, póstnr. og staður
Veldu það sem við á





Afbókun og persónuupplýsingar

Afbókun á námskeið þarf að berast í síðasta lagi daginn áður. Upplýsingar um þátttakendur verða einungis notaðar til að auðvelda þjónustu við þá. Með skráningu samþykki ég skilmála félagsdeildar LMFÍ um afskráningu á námskeið og vinnslu persónuupplýsinga


 

Vefkökur

Við notum vefkökur til að bæta vefinn.