Skaðabætur og önnur nátengd vanefndaúrræði í verktakarétti - 12. mars 2026

Á sviði verktakaréttar er náið samband milli skaðabóta, úrbótaréttar/úrbótaskyldu og afsláttar. Á þessu námskeiði verður fjallað um öll þessi vanefndaúrræði, skilyrði þeirra og hvað skilur þau að.  

Rætt verður um hvort meginreglan að íslenskum rétti sé úrbótaréttur/úrbótaskylda og hvort eingöngu eigi að grípa til skaðabóta eða afsláttar þegar úrbætur skila ekki árangri. Fjallað um grundvöll skaðabótaskyldu og hvort meginreglan að íslenskum rétti sé sakarreglan eða sakarlíkindaregla og hvort til greina komi að beita reglum sem nálgast hlutlæga ábyrgð, eins og stjórnunarábyrgð, en sú regla hefur rutt sér til rúms á öðrum sviðum kauparéttarins undanfarna áratugi.  

Að lokum verður fjallað um aðferðir við útreikning skaðabóta og hvernig mat á tjóni fer fram með matsgerðum dómkvaddra manna. Vikið verður að skilyrðum afsláttar og reynt að svara því hvers vegna það hefur bæði fræðilegt og praktískt gildi að gera greinarmun á skaðabótum og afslætti. 

  • Kennarar   Gunnar Atli Gunnarsson lögmaður hjá Landslögum og Víðir Smári Petersen prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands.   
  • Staður        Kennslustofan Keilir, Eignaumsjón, Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík (gengið inn ofan af bílastæðiporti).   
  • Tími              Alls 3 klst. Fimmtudagur 12. mars 2026 kl. 13.00-16.00. 
  • Verð            Kr. 27.000,- fyrir félaga í félagsdeild LMFÍ, kr. 36.000,- fyrir félaga í LMFÍ og LÍ en kr. 45.000,- fyrir aðra.  

Skráning:

gata, póstnr. og staður
Veldu það sem við á





Afbókun

Afbókun á námskeið þarf að berast í síðasta lagi daginn áður. Með skráningu samþykki ég skilmála félagsdeildar LMFÍ um afskráningu á námskeið. Upplýsingar um þátttakendur verða einungis notaðar til að auðvelda þjónustu við þá.


 

 

Vefkökur

Við notum vefkökur til að bæta vefinn.