Störf réttargæslumanns brotaþola - 13. mars 2025
Fjallað verður um störf réttargæslumanns brotaþola í sakamálum, á rannsóknarstigi og fyrir dómstólum. Sérstök áhersla verður lögð á þær breytingar sem urðu á réttarstöðu réttargæslumanns brotaþola við gildistöku laga nr. 61/2022, sem bættu stöðu brotaþola og réttargæslumanns hans umtalsvert við meðferð sakamála samanborið við það sem verið hafði. Vægi réttargæslumanns brotaþola við meðferð sakamála hefur að sama skapi orðið meira og heimildir hans rýmri en áður var. Gerð verður grein fyrir þessum breytingum og áhersla lögð á raunhæf álitaefni. Þá verður einnig fjallað um réttarframkvæmd dómstóla varðandi tilnefningu eða skipun réttargæslumanns brotaþola, sem vafist hefur fyrir mörgum.
Þau sem sækja einnig námskeið um hlutverk og skyldur verjanda fá 10% afslátt aukalega.
- Kennari Jóhannes Rúnar Jóhannsson dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur.
- Staður Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík.
- Tími Alls 2 klst. Fimmtudagur 13. mars 2025 kl. 11.00-13.00.
- Verð Kr. 18.000,- fyrir félaga í félagsdeild LMFÍ, kr. 24.000,- fyrir félaga í LMFÍ og LÍ en kr. 30.000,- fyrir aðra.
Skráning: