Takmarkanir á meðferð innherjaupplýsinga - 27. janúar 2026

Á námskeiðinu verður fjallað um takmarkanir á meðferð innherjaupplýsinga samkvæmt Markaðssvikareglugerð ESB (MAR) sem var innleidd í íslenskan rétt árið 2021. Farið verður yfir bann við innherjasvikum, ólögmæta miðlun innherjaupplýsinga og ráðleggingar á grundvelli innherjaupplýsinga. Leitast verður við að hafa umfjöllunina praktíska fyrir lögmenn og aðra sem starfa á fjármálamarkaði.  

  •  Kennari       Dr. Andri Fannar Bergþórsson prófessor við lagadeild HR og lögmaður hjá Venture Legal. Andri er höfundur bókarinnar What is Market Manipulation? An Analysis of the Concept in a European and Nordic Context frá 2018 og meðhöfundur bókarinnar Verðbréfamarkaðsréttur I: Markaðir og viðskipti með fjármálagerninga. 
  • Staður          Auglýstur síðar 
  • Tími               Alls 2 klst. Þriðjudagur 27. janúar 2026 kl. 11.00-13.00.   
  • Verð              Kr. 20.700,- fyrir félaga í félagsdeild LMFÍ, kr. 27.600,- fyrir félaga í LMFÍ og LÍ en kr. 34.500,- fyrir aðra. 

Skráning:

gata, póstnr. og staður
Veldu það sem við á





Afbókun

Afbókun á námskeið þarf að berast í síðasta lagi daginn áður. Með skráningu samþykki ég skilmála félagsdeildar LMFÍ um afskráningu á námskeið. Upplýsingar um þátttakendur verða einungis notaðar til að auðvelda þjónustu við þá.


 

Vefkökur

Við notum vefkökur til að bæta vefinn.