Verksamningar – 21. janúar 2025
Á þessu námskeiði verður fjallað um efndir og helstu skyldur aðila verksamninga. Sjónum verður aðallega beint að skyldum á verktíma en einnig verður fjallað um ýmsar skyldur í aðdraganda samningsgerðar og við og í kjölfar verkloka. Þá verður farið ítarlega yfir aðalskyldur í verksambandi, einkum skyldu verkkaupa til þess að greiða verkkaupið og skyldu verktaka til þess að skila gallalausu verki á réttum tíma. Þegar kemur að mannvirkjagerð hefur verktakarétturinn þá sérstöðu að aukaskyldur eru mjög fyrirferðarmiklar og hafa þær oft svipuð áhrif á efndir verksamnings eins og aðalskyldur. Áhersla verður lögð á umfjöllun um helstu aukaskyldur við mannvirkjagerð og hvaða afleiðingar það hefur að vanefnda þær skyldur. Loks verður vikið að því hvort og þá hvaða breytingar þarf að gera á ÍST-30 til þess að staðallinn standist betur grundvallarkröfur fjármuna- og verktakaréttarins að þessu leyti.
- Kennarar Gunnar Atli Gunnarsson lögmaður hjá Landslögum og Víðir Smári Petersen prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands.
- Staður Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík.
- Tími Alls 2 klst. Þriðjudagur 21. janúar 2025 kl. 11.00-13.00
- Verð Kr. 18.000,- fyrir félaga í félagsdeild LMFÍ, kr. 24.000,- fyrir félaga í LMFÍ og LÍ en kr. 30.000,- fyrir aðra.
Skráning: