Vindorka og aðrir nýir auðlindakostir – 8. apríl 2025

Þróun í auðlindanýtingu hefur verið ævintýri líkust á síðustu áratugum. Augljóst dæmi þessa er nýting vindorku, sem sýnist nú vera komin mjög á dagskrá hér á landi, en á sér talsvert lengri sögu í mörgum grannríkjum. Helstu álitaefnin lúta að því hvað sé vindorka, hverjir megi hagnýta hana og hvort og þá hvernig ríkisvaldið geti stýrt nýtingunni og innheimt gjald fyrir hana. Hver er gildandi réttur á þessu sviði og hvaða sjónarmið hafa komið til skoðunar hjá þeim fjölmörgu nefndum sem fjallað hafa um álitaefni tengd vindorkunýtingu undanfarinn áratug? Þá verður vikið að því hvernig réttarstaðan er í nokkrum samanburðarríkjum. Síðast en ekki síst verður horft til þeirra grenndarréttarlegu álitaefna sem vindorkunýting skapar óhjákvæmilega. 

Loks verður fjallað um nýja auðlindakosti sem ekki hafa fengið jafn mikið rými í almennri umræðu en geta orðið að raunveruleika fyrr en varir, t.d. nýting á sólarorku og sjávarföllum. Hvernig erum við lagalega undirbúin undir slíka viðbót og að hvaða marki nýtist sú löggjöf sem við höfum þegar sett um hefðbundnari auðlindanýtingu? 

 

  • Kennarar   Karl Axelsson hæstaréttardómari og prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og Víðir Smári Petersen prófessor við lagadeild Háskóla Íslands.  
  • Staður           Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík. 
  • Tími                    Alls 3 klst. þriðjudagur 8. apríl 2025 kl. 13.00-16.00 
  • Verð            Kr. 27.000,- fyrir félaga í félagsdeild LMFÍ, kr. 36.000,- fyrir félaga í LMFÍ og LÍ en kr. 45.000,- fyrir aðra.  

Skráning:

gata, póstnr. og staður
Veldu það sem við á





Afbókun

Afbókun á námskeið þarf að berast í síðasta lagi daginn áður. Með skráningu samþykki ég skilmála félagsdeildar LMFÍ um afskráningu á námskeið. Upplýsingar um þátttakendur verða einungis notaðar til að auðvelda þjónustu við þá.


 

 

Vefkökur

Við notum vefkökur til að bæta vefinn.