Mentorprógramm LMFÍ 2024
Lögmannafélag Íslands býður ungum lögmönnum upp á að taka þátt í mentorprógrammi.
Hugmyndin er að gefa lögmönnum tækifæri til þess að ræða um starf sitt við reynda lögmenn, sem hafa verið farsælir í störfum sínum, sem og um starfsþróun, hugmyndir og álitamál varðandi starfsferil sinn.
Mentorprógrammið er fyrir alla lögmenn, hvort sem þeir eru á lögmannsstofu eða innanhúss. Ávinningurinn getur verið ýmiss konar; til dæmis fyrir unga lögmenn sem eru að hefja störf, lögmenn sem stefna á sjálfstæðan rekstur, o.s.frv. þá verður mentor valinn með það í huga og það sama gildir um störf hjá hinu opinbera eða hjá fyrirtækjum og stofnunum.
Síðast en ekki síst eykur mentorprógrammið tengslamyndun innan stéttar.
Við leitum einnig til reynslumikilla lögmanna, sem hafa starfað í yfir tíu ár og eru tilbúin að miðla af þekkingu sinni sem mentorar.
Venjulega stendur verkefnið í 8-10 mánuði og er gert ráð fyrir að aðilar hittist í 3-4 skipti á þeim tíma.
Mentorar og þátttakendur fá nánari upplýsingar í upphafi en þau sem vilja sækja um sem “mentee” eða mentorar, vinsamlegast hafið samband við Eyrúnu Ingadóttur skrifstofustjóra á netfangið eyrun@lmfi.is