Fréttir 2025

 
Til að leita eftir orðasambandi skal nota gæsalappir.
T.d. "11. gr."

Lagadagurinn 2025 - Skráning er hafin

Lagadagurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica föstudaginn 10. október 

Aðalmálstofan að þessu sinni fjallar um hvort lýðræði sé á tímamótum.

Kl. 13.00-14.30 verða þrjár málstofur sem fjalla um EES samninginn, aðild brotaþola að sakamálum og hvað þurfi til að félag geti talist stéttarfélag í skilningi laga.

Kl. 15.00-16.00 verður fjallað um hvað séu góð lög, hvort sanngjarnt sé að halda lífeyrisréttindum hjóna utan fjárskipta og fjórða valdið á tímum falsfrétta og upplýsingaóreiðu. 

Um kvöldið verður hátíðarkvöldverður þar sem Bergur Ebbi mun stjórna veislu af sinni alkunnu snilld. Þá mun hljómsveitin Babies skemmta lögfræðingum landsins inn í nóttina.

  • Nánari upplýsingar og skráning hér 

Réttarvörslugátt tekur við skjölum

Samkvæmt ákvörðun dómstólasýslunnar skulu öll skjöl berast dómstóli í gegnum réttarvörslugátt í kærðum ...


Hdl námskeið 2025

Prófnefnd til öflunar málflutningsréttinda fyrir héraðsdómstólum stefnir á að kennsla á fyrri hluta næsta réttindanámskeiðs fari fram á tímabilinu 17. til 26. febrúar nk. og próf þess hluta á tímabilinu 6. til 20. mars.

Kennsla á síðari hluti fer að óbreyttu fram á ...


Nýr vefur Lögmannablaðsins

Í tilefni 30 ára afmælis Lögmannablaðsins er það komið á netið. Frá 2025 verður blaðið gefið út í prentformi tvisvar á ári, á öðrum og fjórða ársfjórðungi, en þess á milli birtast fréttir á ...