Hdl námskeið 2025

Prófnefnd til öflunar málflutningsréttinda fyrir héraðsdómstólum stefnir á að kennsla á fyrri hluta næsta réttindanámskeiðs fari fram á tímabilinu 17. til 26. febrúar nk. og próf þess hluta á tímabilinu 6. til 20. mars.

Kennsla á síðari hluti fer að óbreyttu fram á tímabilinu 26. mars til 4. apríl og próf þess hluta í vikunni 7. til 11. apríl 2025.