Óskum eftir lögmönnum í Lagadagsnefnd 2025

Lagadagurinn verður haldinn föstudaginn 10. október 2025 og nú óskum við eftir tveimur lögmönnum til þess að vera í undirbúningsnefnd Lagadags.

Lagadagurinn er haldinn árlega af Lögmannafélagi Íslands, Lögfræðingafélagi Íslands og Dómarafélagi Íslands og sér undirbúningsnefnd um að ákveða hvaða málefni eru rædd á deginum sem og hvað er til skemmtunar um kvöldið. Undirbúningsnefnd er skipuð tveimur frá hverju félagi auk starfsmanna LMFÍ og LÍ.

Við hjá LMFÍ leitum að lögmönnum með hugmyndaflug, skoðanir og skemmtilegheit til að sitja með okkur nokkra hugarflugfundi til vors… Hér er hægt að sjá heimasíðu Lagadags

Skráning áhugasamra stendur til kl. 12.00 föstudaginn 7. mars: