Lagadagurinn 2025 - Skráning er hafin
Lagadagurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica föstudaginn 10. október
Aðalmálstofan að þessu sinni fjallar um hvort lýðræði sé á tímamótum.
Kl. 13.00-14.30 verða þrjár málstofur sem fjalla um EES samninginn, aðild brotaþola að sakamálum og hvað þurfi til að félag geti talist stéttarfélag í skilningi laga.
Kl. 15.00-16.00 verður fjallað um hvað séu góð lög, hvort sanngjarnt sé að halda lífeyrisréttindum hjóna utan fjárskipta og fjórða valdið á tímum falsfrétta og upplýsingaóreiðu.
Um kvöldið verður hátíðarkvöldverður þar sem Bergur Ebbi mun stjórna veislu af sinni alkunnu snilld. Þá mun hljómsveitin Babies skemmta lögfræðingum landsins inn í nóttina.
- Nánari upplýsingar og skráning hér