Árgjöld LMFÍ og félagsdeildar 2026 - Reikningsupplýsingar

Gjalddagi árgjalda LMFÍ og félagsdeildar LMFÍ er 1. janúar og eindagi 10. janúar en ekki er unnt að framlengja eindaga. 

Reikningur vegna árgjalds er gefinn út á lögmann persónulega, enda um persónubundin réttindi að ræða, sem og skyldu til greiðslu árgjalds. Reikningur er sendur í tölvupósti á netfang lögmanns og krafa stofnuð í heimabanka lögmanns. 

Í þeim tilvikum sem vinnuveitandi greiðir árgjald fyrir lögmann þarf lögmaður sjálfur að koma reikningi til vinnuveitanda. Mæst til þess að greitt sé samkvæmt upplýsingum á reikningi. Sé árgjald greitt með öðrum hætti má búast við að krafa í heimabanka lögmanns verði felld niður fyrir 1. febrúar nk. 

Hægt er að millifæra greiðslu inn á reikning 0334-26-1207, kt. 450269-2209. Vinsamlegast tilgreinið fyrir hvern er verið að greiða og sendið á bokhald@lmfi.is