Eyðublöð

Breyting á vinnustað, heimilisfangi, síma og fleira

Ef breyting verður á vinnustað lögmanns, heimilisfangi,  síma ofl.

Umsóknir um málflutningsleyfi

Samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga um lögmenn nr. 77/1998 má veita þeim málflutningsréttindi fyrir héraðsdómstólum sem um þau sækir og fullnægir þessum skilyrðum:

  1. er lögráða og svo á sig kominn andlega að hann sé fær um að gegna störfum lögmanns,
  2. hefur aldrei orðið að sæta því að bú hans sé tekið til gjaldþrotaskipta,
  3. hefur aldrei hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað sem framinn var eftir að hann varð fullra 18 ára,
  4. hefur lokið fullnaðarnámi í lögfræði með embættis- eða meistaraprófi við lagadeild háskóla sem viðurkenndur er hér á landi samkvæmt lögum um háskóla,
  5. stenst prófraun skv. 7. gr. laganna

Samkvæmt 8. gr. laga um lögmenn skal umsókn um málflutningsréttindi beint til sýslumanns. Samhliða umsókn um málflutningsleyfi fyrir héraðsdómi þarf umsækjandi að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis að hann uppfylli skilyrði 1. mgr. 6. gr. laganna og veiti sýslumannsembættinu á Norðurlandi eystra heimild til afla upplýsinga hjá Sakaskrá ríkisins til staðfestingar á því að ég uppfylli skilyrði laganna.

Úttekt á innlögðum lögmannsréttindum

Lögfræðingur sem óskar eftir því að virkja lögmannsréttindi sín þarf að sækja um það til sýslumannsins á Norðurlands eystra. (sjá 1. mgr. 16. gr. laga nr. 77/1998.)  

Innlögn lögmannsréttinda

Lögmanni er frjálst að leggja inn réttindi sín til sýslumannsins á Norðurlands eystra (Sjá nánar 2.mg. 15.gr. laga nr. 77/1998). Athugið að ekki er nóg að hafa samband við skrifstofu LMFÍ og félagsgjöld eru innheimt á meðan réttindi eru virk.  

Umsókn um undanþágu frá skyldum skv. 12. gr. laga um lögmenn

Lögmaður sem starfar sem fulltrúi hjá öðrum lögmanni eða sem innanhússlögmaður þarf að sækja um undanþágu frá því að hafa skrifstofu opna almenningi, sérstakan vörslufjárreikning og starfsábyrgðartryggingu (sjá 1.-3. tl. 2.mgr. 12.gr. laga nr. 77/1998.)  

Beiðni um staðfestingu vegna ráðningar löglærðs fulltrúa

Samkvæmt 11. gr. laga um lögmenn nr. 77/1998 getur lögmaður ráðið til starfa hjá sér fulltrúa sem fullnægir skilyrðum 1.-4. tölul. 1. mgr., sbr. 2. og 3. mgr. 6. gr. Leita skal staðfestingar Lögmannafélags Íslands á því að skilyrðum þessum sé fullnægt og leggja fyrir það gögn því til stuðnings. 

Að fenginni staðfestingu skv. 1. mgr. skal lögmaður tilkynna dómstólum um ráðningu fulltrúa. Getur lögmannsfulltrúi upp frá því sótt þing fyrir öðrum dómstólum en Hæstarétti í umboði og á ábyrgð vinnuveitanda síns og gætt þar hagsmuna umbjóðanda vinnuveitandans, en þó ekki við munnlega sönnunarfærslu eða aðalmeðferð máls. Lögmanni ber að tilkynna dómstólum og Lögmannafélagi Íslands ef fulltrúi hans lætur af störfum.ráðið til starfa hjá sér löglærðan fulltrúa en leita skal staðfestingar Lögmannafélags Íslands á því að ákveðnum skilyrðum sé fullnægt.  Löglærður fulltrúi skal hafa lokið fullnaðarnámi í lögfræði með embættis- eða meistaraprófi. Hann þarf að vera lögráða og með óflekkað mannorð.

Umsókn um aðild að félagsdeild LMFÍ

Allir félagar í LMFÍ geta orðið félagar í félagsdeild

Skráning á Lögmannalistann

Allir lögmenn á lögmannsstofum geta skráð sig fyrir 15 yfirlokkum á Lögmannalistann. Listinn er á níu tungumálum þar sem kemur fram sérsvið, sérmenntun og tungumál sem lögmaður talar og erlend tengsl.

Fjárvörsluyfirlýsing

Lögmenn með eigin rekstur og lögmenn sem starfa hjá lögaðilum (nema þeir hafi undanþágu skv. 1. mgr. 12. gr. lögmannalaga)  er skylt að halda fjármunum sem þeir taka við í þágu annarra aðgreindum frá eigin fé. Þeim er jafnframt skylt að veita stjórn LMFÍ upplýsingar um vörslufé og verðbréfaskrá eins og kveðið er á um í reglugerð 1192/2005. Skila ber stjórn LMFÍ yfirlýsingu um fjárvörslureikninga og verðbréfaskrár fyrir 1. október ár hvert.

Rafrænar undirskriftir

Yfirlýsingar um fjárvörslureikninga og verðbréfaskrár má undirrita með rafrænum hætti og skila á netfangið fjarvorslur@lmfi.is.

 

 

Vefkökur

Við notum vefkökur til að bæta vefinn.