Námskeið

Líffræði áfalla fyrir fólk í réttarkerfinu

Á síðasta áratug hefur orðið mikil bylting í rannsóknum á áföllum og eftirleik þeirra. Þekking á þeim lífeðlisfræðilegu viðbrögðum sem fólk sýnir í áfalli, bæði þegar áfallið á sér stað og í eftirleiknum getur skipt sköpum þegar kemur að því að greina og finna sönnunargögn og því til mikils að vinna fyrir þá aðila sem vinna með fólk sem lent hefur í erfiðum hlutum, að sækja sér þá þekkingu.

Aðilum innan dómskerfis og réttarkerfis býðst nú námskeið þar sem farið verður yfir þessa hluti.

Á námskeiðinu verður farið yfir taugalíffræði áfalla, m.a. hvernig “minniskóðun” virkar í áfalli og hverjar birtingarmyndir eðlilegra áfalla og áfallastreituröskunar eru og þessu fléttað saman við dæmi úr íslensku dómskerfi til glöggvunar.

Nánari upplýsingar og skráning

Hlutverk ábyrgðarmanns í aðgerðum gegn peningaþvætti

Á námskeiðinu verður fjallað um stöðu og hlutverk ábyrgðarmanns samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Áhersla verður lögð á að fjalla um ýmis þekkt form peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka og hvernig greina má rauð flögg því tengt. 

Nánari upplýsingar og skráning

Jarðrænar auðlindir og mörk eignarréttar að þeim

Á námskeiðinu verður fjallað um auðlindir og nýtingu þeirra samkvæmt lögum nr. 57/1998 um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu. Vikið verður að eignarráðum fasteignareiganda undir og yfir yfirborði jarðar og eðli þess eignarréttar sem lýst er í 1. mgr. 3. gr. auðlindalaga. Nær eignarrétturinn að kjarna jarðar eða eru takmörk á eignarráðunum? Þá verður fjallað um leyfisveitingar Orkustofnunar, annars vegar rannsóknarleyfi og hins vegar nýtingarleyfi, og ákvæði laganna um eignarnám og aðgang að landi. Einnig verður vikið að þeim reglum sem gilda um hagnýtingu jarðhita, grunnvatns og jarðefna. Loks verður vikið með almennum hætti að þeirri sívaxandi togstreitu sem er á milli auðlindanýtingar og umhverfisverndar. 

Nánari upplýsingar og skráning

Ráðningarsamband

Farið verður yfir hvað felist í ráðningarsambandi á almenna og opinbera vinnumarkaðinum; upphaf ráðningar, réttindi og skyldur starfsmanna og starfslok. Þá verður farið yfir áhugaverða og stefnumarkandi dóma sem hafa fallið í tengslum við efnið. 

Nánari upplýsingar og skráning

Stýring eigna fyrir lögfræðinga

Á námskeiðinu verður fjallað um hagnýt atriði varðandi stýringu eignasafna og gefið yfirlit yfir þær aðferðir sem einna helst eru notaðar. Þá verður farið yfir hvernig hægt er að meta árangur og áhættu þegar kemur að stýringu eigna. Markmiðið er að gefa lögfræðingum innsýn í störf þeirra sem koma að stýringu eigna og þær áskoranir sem þar eru fyrir hendi. - Námskeiðið veitir 2 klst. í endurmenntun fyrir þau sem eru með verðbréfaréttindi.

Nánari upplýsingar og skráning

Endurupptaka og afturköllun stjórnvaldsákvarðana

Farið verður yfir helstu skilyrði endurupptöku og afturköllunar stjórnvaldsákvarðana, svo og málsmeðferð, með hliðsjón af dómaframkvæmd og álitum umboðsmanns Alþingis. 

Nánari upplýsingar og skráning

Mansal – Hvað er það og hver er aðkoma lögmanna að mansalsmálum?

Á námskeiðinu verður fjallað almennt um mansal og birtingarmyndir þess. Þá verður farið yfir með hvaða hætti lögmenn geta aðstoðað fórnarlömb mansals innan kerfisins. 

Nánari upplýsingar og skráning

Lagaumhverfi nýsköpunarfyrirtækja - tímasetning auglýst síðar

Farið verður stuttlega yfir helstu skattalegu hvata sem standa nýsköpunarfyrirtækjum til boða. Þá verður farið yfir hefðbundin fjármögnunarskref sprotafyrirtækja og snert á algengum álitamálum sem þar koma upp. 

Nánari upplýsingar og skráning