Námskeið

Fjarskiptaréttur - vernd neytenda - 17. október 2023

Ný fjarskiptalög nr. 70/2022 tóku gildi þann 1. september 2022 en þau leystu af hólmi um 20 ára gamalt regluverk. Lagasetningin byggir á Kóðanum svo kallaða sem er tilskipun Evrópuþingsins og Ráðsins nr. 2018/1972/EU. Eitt af þeim markmiðum sem nýjum fjarskiptalögum er ætlað að tryggja er ríkari neytendavernd.

Á námskeiðinu verður fjallað um ýmis lykilatriði löggjafarinnar er varða vernd neytenda svo sem alþjónusta, gagnsæi, hreyfanleiki neytenda, sérreglur um reiki og úrlausn neytendakvartana.

Nánari upplýsingar og skráning

Fjöleignarhús – 24. og 26. október 2023

Á fáum sviðum mannlífsins rísa fleiri álitaefni en í fjöleignarhúsum. Þetta tveggja eftirmiðdaga námskeiði verður helgað því þýðingarmikla eignarformi og það skoðað frá flestum þekktum hliðum. Í forgrunni verða fjöleignarhúsalögin nr. 26/1994. Gerð verður grein fyrir ófrávíkjanleika laganna, hugtakinu húsi og hinu sérstaka fasteignarhugtaki. Þá verður fjallað um skiptinguna í séreign, sameign sumra og allra. Ítarleg grein verður gerð fyrir stöðu húsfélags að lögum og hvað felist í skylduaðild að því. Ennfremur verður vikið að þýðingu hlutfallstölu og eignaskiptayfirlýsinga. Þá verður fjallað um svigrúm einstakra eigenda til athafna, hvort sem er í sameign eða séreign. Þess verður jafnframt freistað að draga upp sem gleggsta mynd af því sígilda álitaefni hvað sé sameiginlegur kostnaður og hvernig hann skiptist. Loks verður fjallað um það hvaða reglur gilda um ábyrgð húsfélags og einstakra eigenda og hina sérstöku reglu 55. gr. laganna um búsetubann og söluskyldu.

Til hliðsjónar yfirferð á námskeiðinu er ítarlegur kafli um fjöleignarhús í Eignarétti II eftir þá Þorgeir Örlygsson, Karl Axelsson og Víði Smára Petersen en bókin kom út nú á árinu. Við yfirferðina verður jafnframt stuðst við einstaka dómar Hæstaréttar og álit kærunefndar húsamála sem gengið hafa allt til dagsins í dag.

Nánari upplýsingar og skráning

The Art of Negotiation - 25. okt. 2023

Negotiation is a critical legal skill.  On almost a daily basis, lawyers must negotiate with adverse parties and opposing counsel, business venture partners, colleagues, governmental regulators, judicial officials, and, most fundamentally, with a lawyer’s own clients. Lawyers stand to lose much by unskilled negotiation.  But negotiation skills can be learned and improved. 

We will discuss essential aspects of negotiation, including using conflicting interests to create valuable, mutually beneficial opportunities and developing important skills needed to resolve conflicts successfully.  Expert negotiators learn how to identify vital interests that underlie bargaining positions, how to gain needed information from the other side, the use of bargaining leverage and how to improve a weak negotiating position, the need to adjust bargaining styles when facing competitive negotiators, and how to employ a variety of proven psychological techniques positively to influence other people.  Currently teaching a course on negotiation at the University of Iceland, the speaker is an admitted New York attorney who has served as General Counsel of several US and Japanese companies.  A graduate of Harvard Law School, he will draw upon some of his personal negotiation experiences, successes and failures.  The presentation (which will be in English) will include a simulated negotiation exercise and critique.

The presentation will be based  ...

Nánari upplýsingar og skráning

Hlutverk regluvörslu - 26. okt. 2023

Á námskeiðinu verður fjallað um stöðu og hlutverk regluvörslu. Meðal annars verður fjallað um hlítingaráhættu (e. compliance risk) og helstu verkfærin sem regluvarsla beitir til að draga úr slíkri áhættu. Einnig verður fjallað um muninn á hlutverki regluvarðar og hlutverki innanhúslögmanna almennt, með hliðsjón af „Þriggja þrepa líkani“ alþjóðasamtaka innri endurskoðenda (IIA). 

Nánari upplýsingar og skráning

Traustþjónusta; reglustjórn og hlíting - 9. nóv. 2023

Bylting hefur orðið á hagnýtingu stafrænna lausna undanfarin ár með vaxandi lögfræðilegum álitaefnum. Farsæld byltingarinnar byggir á trausti og þar leikur traustþjónusta lykilhlutverk. En hvað er traustþjónusta og hvernig er gengið úr skugga um að traustið sé á sterkum grunni? Á þessu inngangsnámskeiði verður farið yfir helstu álitaefni traustþjónustunnar ásamt því að fjalla um skilvirka reglustjórn fyrirtækja sem starfa í flóknu rekstrarumhverfi, þar sem fjölmargar kröfur eru gerðar til rekstursins og sumar hverjar illa samrýmanlegar.

Nánari upplýsingar og skráning

Útlendingaréttur - 16. nóv. 2023

Á námskeiðinu verður fjallað um ýmis lykilatriði er varða útlendingarétt. Lögð verður sérstök áhersla á ríkisborgararétt útlendinga skv. lögum nr. 100/1952 um íslenskan ríkisborgararétt, dvalarleyfi skv. lögum nr. 80/2016 um útlendinga og atvinnuleyfi skv. lögum nr. 97/2002 um atvinnuréttindi útlendinga.  

Fjallað verður um veitingu ríkisborgararéttar með lögum- og stjórnvaldsákvörðun skv. II og III kafla laga nr. 100/1952. Þá verður rætt um helstu flokka dvalarleyfa og lagaskilyrði þeirra samkvæmt lögum nr. 80/2016 um útlendinga. Einblínt verður á dvalarleyfi vegna atvinnuþátttöku skv. VI kafla útlendingalaga og dvalarleyfi á grundvelli hjúskapar eða sambúðar skv. VIII. kafla útlendingalaga. Að lokum verður fjallað um lagaskilyrðis atvinnuleyfis útlendinga samkvæmt lögum nr. 97/2002 um atvinnuréttindi útlendinga. 

Nánari upplýsingar og skráning

Námskeið fyrir matsmenn

haldið þriðjudaginn 21. og miðvikudaginn 22. nóvember 2023

Lögmannafélag Íslands og dómstólasýslan standa fyrir námskeiði fyrir dómkvadda matsmenn.

Farið verður yfir hlutverk matsmanna og starf þeirra frá dómkvaðningu og þar til þeir skila matsgerð og/eða mæta fyrir dóm. Þá verður farið yfir ákvæði einkamálalaga sem varða störf matsmanna og samningu matsgerða, undirbúning matsfunda, uppsetningu matsgerða og störf á vettvangi. Í lok síðari námskeiðsdags verður haldið í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem héraðsdómari mun upplýsa nánar um samskipti dómkvaddra matsmanna við dómstólana og svara spurningum. 

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem hafa verið matsmenn eða vilja gefa kost á sér ...

Nánari upplýsingar og skráning

Þagnarskylda - 28. nóv. 2023

Með lögum nr. 71/2019 var bætt nýjum kafla við stjórnsýslulög nr. 37/1993. Þar koma fram ákvæði um þagnarskyldu þeirra sem starfa á vegum ríkis og sveitarfélaga, um þagnarskyldu málsaðila, vitna og umsagnaraðila, um miðlun upplýsinga á milli stjórnvalda, um þagnarskyldu verktaka sem starfa fyrir stjórnvöld á grundvelli þjónustusamninga, og um skyldu ráðherra til að setja reglugerð sem m.a. skal fjalla um trúnaðarmerkingu upplýsinga í stjórnsýslunni.

Á námskeiðinu verður farið yfir ákvæði kaflans og þau sett í samhengi við réttarframkvæmd og aðrar almennar réttarreglur um meðferð upplýsinga í stjórnsýslunni, s.s. upplýsingalög og lög um meðferð persónuupplýsinga.

Námskeiðið er haldið í samstarfi við Rannsóknarstofu í stjórnsýslurétti.

Nánari upplýsingar og skráning

Veiðiréttindi á fasteignum - 1. desember 2023

Fjallað verður um rétt til veiða á fugli og fiski á eignarlöndum og í þjóðlendum.

Annars vegar mun yfirferðin beinast að löggjöf um veiði og nytjar ferskvatnsfiska þar sem lög nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði verða í forgrunni. Beinar tekjur af lax- og silungsveiði eru í kringum 5 milljarðar króna árlega hér á landi og eru t.d. 69% af launum og hagnaði í landbúnaði á Vesturlandi vegna slíkra veiða. Því er oft um að ræða gríðarlegt hagsmunamál fyrir landeigendur og sveitir landsins. Á námskeiðinu verður farið yfir nýlega dóma á þessu réttarsviði, m.a. um svonefnt aðskilnaðarbann sem nú má finna í 9. gr. núgildandi laga. Einnig verður vikið að öðrum þýðingarmiklum atriðum, eins og t.d. skylduaðild að veiðifélögum, fyrirkomulagi þeirra og atkvæðisrétti. Þá verður farið með gagnrýnum hætti yfir hvort og þá hverra breytinga er þörf á lögum nr. 61/2006 í ljósi þeirra gjörbreytinga sem hafa átt sér stað á þjóðfélags- og búskaparháttum á síðustu árum.

Hins vegar verður sjónum beint að reglum um veiði og nytjar fugla og spendýra en á því sviði eru blikur á lofti vegna fækkunar í helstu nytjastofnum, svo sem rjúpu og gæs, ágreiningi um það hvar stunda megi veiðar o.fl. Þá hefur löggjafinn gengið verulega á veiðirétt landeiganda, m.a. í þágu dýra- og umhverfisverndar. Leitast verður við að svara því hver líkleg löggjafaþróun verður á næstu árum og áratugum, m.a. út frá frumvörpum sem hafa litið dagsins ljós en ekki fengist afgreidd, og hvort gengið yrði of nærri hagsmunum landeigenda ef slíkar hugmyndir yrðu að veruleika.

Nánari upplýsingar og skráning