Meistaramót LMFÍ í golfi 2025

Meistaramót LMFÍ í golfi 2025 verður haldið á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar fimmtudaginn 4. september. Mæting er kl. 12.00 en fyrsta holl verður ræst út kl. 12.30. 

Að lokinni keppni verður boðið upp á matarmikla kjúklingasúpu ásamt meðlæti. 

Sigurvegari í punktakeppni með forgjöf verður krýnd/ur meistari LMFÍ í golfi árið 2025 en einnig verða veitt verðlaun í höggleik án forgjafar. Þá verða nándarverðlaun tveimur par þrjú brautum og dregið úr skorkortum. 

Skilyrði fyrir þátttöku er að vera félagi í LMFÍ en fjöldi þátttakenda er takmarkaður við 40. 

Áætlaður kostnaður er um kr. 19.000,- á þau sem eru í félagsdeild en kr. 24.000 fyrir aðra.  

Skráning stendur til hádegis mánudaginn  1. september.  

Skráning hér:

gata, póstnr. og staður
Veldu það sem við á



Afbókun

Afbókun á golfmótið þarf að berast í síðasta lagi á hádegi mánudaginn 1. sept. Með skráningu samþykki ég skilmála félagsdeildar LMFÍ um afskráningu. Upplýsingar um þátttakendur verða einungis notaðar til að auðvelda þjónustu við þá.