Mál 10 2007
Ár 2008, mánudaginn 22. september, var haldinn fundur í úrskurðarnefnd lögmanna að Álftamýri 9, Reykjavík. Mættir voru undirritaðir nefndarmenn.
Fyrir var tekið mál nr. 10/2007:
R
gegn
S, hrl.
og kveðinn upp svohljóðandi
Ú R S K U R Ð U R :
Úrskurðarnefnd lögmanna barst erindi þann 20. júní 2007 frá R, kæranda, þar sem kvartað var yfir vinnubrögðum S, hrl., kærða, í slysamáli sem kærandi fól kærða að reka fyrir sig. Kallað var eftir greinargerð frá kærða, en að beiðni kæranda var málinu frestað meðan aðilar freistuðu þess að jafna ágreining sinn. Þegar útséð var um sættir var enn kallað eftir greinargerð kærða. Hann sendi nefndinni tölvupóst þann 10. júlí 2008, en hefur að öðru leyt ekki tjáð sig um erindið.
Málsatvik og málsástæður.
I.
Í erindi sínu til úrskurðarnefndar lögmanna kærir kærandi kærða vegna vinnubragða við rekstur innheimtumáls. Kærandi, sem slasaðist í október 1997 og hafði verið metinn til 10% örorku í febrúar 1999, kveðst í september 2000 hafa falið kærða að fá örorkumatinu hnekkt. Kærandi kveðst oft hafa haft samband við kærða, en lítil hreyfing hafi verið á málinu. Seinnipart árs 2001 hafi kærði hringt í sig og tjáð sér að málið yrði tekið fyrir í dómi í lok janúar 2002. Síðar hefði kærði hringt í sig og tjáð sér að hlutaðeigandi tryggingafélag hefði fengið frest en haft yrði samband við kæranda síðar. Kærandi kveður kærða hafa eftir þetta forðast sig og ekki svarað síma eða svarað skilaboðum.
Kærandi kveðst hafa lent í umferðarslysi í júní 2005. Hann hafi falið nafngreindum lögmanni að reka málið fyrir sig. Sá lögmaður hefði þurft að fá upplýsingar um fyrra slys og við það tækifæri hefði komið í ljós að eldra slysamálið væri fyrnt. Hefði þessi lögmaður upplýst sig um þetta í bréfi, dags. 25. janúar 2007 og hefði sér fyrst þá verið kunnugt um hvernig komið væri eldra málinu. Kærandi kveður hlutaðeigandi tryggingafélag hafa upplýst að kærði hefði aldrei haft samband vegna eldra slysamálsins.
Kærandi krefst þess að kærði verði látinn sæta viðurlögum, aðfinnslu eða áminningu.
II.
Erindi kæranda var sent kærða þann 25. júní 2007 og honum veittur frestur til þess að skila greinargerð sinni um málið til 12. júlí 2007. Eftir ítrekuð tilmæli til kærða um að skila greinargerð sinni til nefndarinnar barst tilkynning frá núverandi lögmanni kæranda þann 21. október 2007 um að kærandi óskaði eftir að málinu yrði frestað meðan verið væri að leita sátta við kærða. Sættir tókust ekki og í mars 2008 upplýsti núverandi lögmaður kæranda að hann óskaði eftir frekari meðferð málsins fyrir nefndinni. Af því tilefni var kallað eftir greinargerð frá kærða í tölvupósti þann 3. apríl 2008.
Eftir ítrekun af hálfu nefndarinnar barst tölvupóstur frá kærða þar sem hann kvaðst ekki
Niðurstaða.
I.
Samkvæmt 18. gr. lögmannalaga, nr. 77/1998, ber lögmönnum í hvívetna að rækja af alúð þau störf sem þeim er trúað fyrir og neyta allra lögmætra úrræða til að gæta lögvarinna hagsmuna umbjóðenda sinna. Samkvæmt 12. gr. siðareglna lögmanna ber lögmanni að reka mál, sem honum er trúað fyrir, áfram með hæfilegum hraða.
Í máli þessu er upplýst og ekki deilt um það að slysamálið, sem kærða var falið að reka fyrir kæranda í september 2000, var ekki rekið á þann hátt sem kærandi mátti
Að mati úrskurðarnefndar var vinnubrögðum kærða ábótavant við hagsmunagæsluna fyrir kæranda. Telur nefndin rétt að finna þessum vinnubrögðum, sem eru ekki í samræmi við starfsskyldur kærða, svo sem þeim er lýst í lögmannalögum og siðareglum lögmanna.
II.
Kærða var upphaflega gefinn frestur til 12. júlí 2007 til þess að
Ú R S K U R Ð A R O R Ð :
Vinnubrögð kærða, S, hrl., við rekstur slysamáls fyrir kæranda, R, og fyrning bótakröfu eru aðfinnsluverð.
Dráttur á skrifum kærða til úrskurðarnefndar lögmanna vegna tilmæla um skil á greinargerð af hans hálfu eru aðfinnsluverð.
ÚRSKURÐARNEFND LÖGMANNA