Úrskurðir úrskurðarnefndar lögmanna 2024

 
Til að leita eftir orðasambandi skal nota gæsalappir.
T.d. "11. gr."

Mál 61/2024

Varnaraðili, [B] lögmaður, hefur ekki gert á hlut sóknaraðila, [A], með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 56/2024

Kröfu um að varnaraðili, [B] lögmaður, segi sig frá máli nr. E-[...], er vísað frá nefndinni.

Varnaraðili, [B] lögmaður, hefur ekki gert á hlut sóknaraðila, [A], með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðreglum lögmanna.

Málskostnaður fellur niður.


Mál 51/2024

Umkrafið endurgjald varnaraðila, [B] lögmanns, að fjárhæð 1.416.943 kr., felur í sér hæfilegt endurgjald.

Varnaraðili, [B] lögmaður, hefur ekki gert á hlut sóknaraðila, [A], með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 50/2024

Umkrafið endurgjald varnaraðila, [B] lögmanns, að fjárhæð 150.000 kr. að meðtöldum virðisaukaskatti, felur í sér hæfilegt endurgjald.

Varnaraðili, [B] lögmaður, hefur ekki gert á hlut sóknaraðila, [A], með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 49/2024

Kröfu varnaraðila um frávísun málsins frá nefndinni er hafnað.

Umkrafið endurgjald varnaraðila, [C] lögmanns, vegna vinnu fyrir sóknaraðila, [A] og [B], sætir lækkun og telst hæfileg fjárhæð endurgjaldsins vera 2.000.000 kr. að meðtöldum virðisaukaskatti.


Mál 48/2024

Kröfum sóknaraðila um að varnaraðili afhendi gögn, að nefndin úrskurði um réttmæti einstakra ályktana varnaraðila og um að varnaraðila verði gert að greiða sóknaraðila og/eða föður hans skaða- og miskabætur, er vísað frá nefndinni.

Umkrafið endurgjald varnaraðila, [B] lögmanns, að fjárhæð 386.250 kr. auk virðisaukaskatts og útlagðs kostnaðar, felur í sér hæfilegt endurgjald.

Varnaraðili, [B] lögmaður, hefur ekki gert á hlut sóknaraðila, [A], með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 47/2024

Kvörtun vegna reikninga varnaraðila, [B] lögmanns, útgefinna á árunum 2022 og 2023 er vísað frá nefndinni.

Áskilið endurgjald varnaraðila, [B] lögmanns, samkvæmt reikningi, dags. 16. maí 2024, vegna starfa hans í þágu sóknaraðila, að fjárhæð 1.086.085 kr., felur í sér hæfilegt endurgjald.


Mál 46/2024

Kröfu varnaraðila, [B], um frávísun málsins frá nefndinni, er hafnað.

Varnaraðili, [B] lögmaður, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut sóknaraðila, [A], með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 43/2024

Áskilið endurgjald varnaraðila, [B] lögmanns, vegna starfa í þágu sóknaraðila, [A], sætir lækkun og telst hæfileg fjárhæð endurgjaldsins vera 600.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. 


Mál 42/2024

Áskilið endurgjald varnaraðila, [C] lögmanns, vegna starfa hans í þágu sóknaraðila, [A] og [B], vegna heimsókna á Landspítala dagana 18.-20. maí 2024, að fjárhæð 153.000 kr., felur  í sér hæfilegt endurgjald.

Áskilið endurgjald varnaraðila, [C] lögmanns, vegna starfa hans í þágu sóknaraðila, [A] og [B], í barnaverndarmáli, að fjárhæð 463.140 kr., felur í sér hæfilegt endurgjald.

Varnaraðili, [C] lögmaður, á ekki rétt á endurgjaldi úr hendi sóknaraðila, [A] og [B], vegna vinnu við dómsmál til ógildingar úrskurði umdæmis­ráðs barnaverndar um vistun barns sóknaraðila utan heimilis.

Sú háttsemi varnaraðila, [C] lögmanns, að veita sóknaraðilum, [A] og [B], ekki skýrar leiðbeiningar og upplýsingar um að máli þeirra yrði vísað frá dómi ef mæting félli niður af þeirra hálfu í þinghaldi 18. júní 2024 er aðfinnsluverð.

Málskostnaður fellur niður.