Úrskurðir úrskurðarnefndar lögmanna 2024

 
Til að leita eftir orðasambandi skal nota gæsalappir.
T.d. "11. gr."

Mál 18/2024

Kröfu sóknaraðila um skaðabætur úr hendi varnaraðila er vísað frá nefndinni.

Áskilið endurgjald varnaraðila, B lögmanns, vegna starfa hans í þágu sóknaraðila, A, að fjárhæð 2.283.634 kr., felur í sér hæfilegt endurgjald.

Varnaraðili, B lögmaður, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut sóknaraðila, A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.

Málskostnaður fellur niður.


Mál 17/2024

Frávísunarkröfu varnaraðila, B lögmanns, er hafnað.

Varnaraðili, B lögmaður, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut sóknaraðila, A hf., með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 14/2024

Kröfu sóknaraðila, [A], um að hann fái formlegt svar frá embætti landlæknis er vísað frá nefndinni.

Varnaraðili, [B] lögmaður, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut sóknaraðila, [A], með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.

Málskostnaður fellur niður.


Mál 13/2024

Kröfu varnaraðila, [B] lögmanns, um frávísun málsins frá nefndinni, í heild eða að hluta, er hafnað.

Varnaraðili, [B], hefur ekki gert á hlut sóknaraðila, [A] ehf., með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 4/2024

Kröfu sóknaraðila, A, um að hún fái greitt samkvæmt dómi er vísað frá nefndinni.

Varnaraðili, B lögmaður hefur ekki gert á hlut varnaraðila, A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 3/2024

Kröfu varnaraðila um frávísun málsins frá nefndinni er hafnað.

Áskilið endurgjald varnaraðila, [B] lögmanns, vegna starfa í þágu sóknaraðila, [A], sætir lækkun og telst hæfileg fjárhæð endurgjaldsins vera 2.480.000 kr. að meðtöldum virðisaukaskatti.

Varnaraðili, [B] lögmaður, endurgreiði sóknaraðila, [A], 2.173.821 kr.

Varnaraðili, [B] lögmaður, sætir áminningu.

Málskostnaður fellur niður.


Mál 2/2024

Máli þessu er vísað frá nefndinni.