Mál 20 2019

Mál 20/2019

Ár 2020, þriðjudaginn 10. mars, var haldinn fundur í úrskurðarnefnd lögmanna í húsnæði Lögmannafélags Íslands, Álftamýri 9, Reykjavík.

Fyrir var tekið mál nr. 20/2019:

A,

gegn

B lögmanni

og kveðinn upp svofelldur

Ú R S K U R Ð U R :

Úrskurðarnefnd lögmanna barst þann 18. september 2019 erindi kæranda, A, þar sem kvartað er yfir því að kærði, B, hafi brotið gegn 27. gr. laga nr. 77/1998 um lögmenn og nánar tilgreindum ákvæðum siðareglna lögmanna. C lögmaður fer með málið fyrir hönd kæranda fyrir nefndinni.

Kærða var veitt færi á að skila inn greinargerð vegna kvörtunarinnar með bréfi dags. 23. september 2019 og barst hún þann 9. október sama ár. Var kæranda send greinargerð hans til athugasemda með bréfi dags. 11. október 2019. Viðbótarathugasemdir kæranda vegna málsins bárust til nefndarinnar þann 25. nóvember 2019 og voru þær sendar til kærða með bréfi næsta dag. Ekki kom til frekari athugasemda eða gagnaframlagningar af hálfu málsaðila.

Á grundvelli heimildar í 2. mgr. 9. gr. reglna um meðferð mála fyrir úrskurðarnefnd lögmanna aflaði nefndin gagna undir rekstri málsins. Nánar tiltekið var þar um að ræða úrskurð Landsréttar  x. desember 2019 í máli nr. xxx/2019, en kærandi hafði undir rekstri málsins fyrir nefndinni vísað til tilgreinds máls sem þá var til meðferðar fyrir Landsrétti.

Málið var tekið til úrskurðar á grundvelli fyrirliggjandi athugasemda málsaðila, framlagðra gagna af þeirra hálfu og þeirra gagna sem nefndin aflaði sjálf undir rekstri málsins.

Málsatvik og málsástæður

I.

Samkvæmt málsgögnum og málatilbúnaði aðila fyrir nefndinni voru kærandi og umbjóðandi kærða í sambúð í 16 – 18 mánuði á árunum 2015 – 2017. Á sambúðartíma munu þau hafa fest kaup á fasteigninni að D 17 í Kópavogi en samkvæmt undirliggjandi heimildarskjölum, sem eru meðal málsgagna fyrir nefndinni, mun eignarhlutur kæranda hafa verið 80% og eignarhlutur umbjóðanda kærða 20%. Þá mun hafa komið til sambúðarslita hjá aðilum í marsmánuði 2017.

Með bréfi kærða til kæranda og lögmanns hans, dags. 30. október 2017, var skorað á kæranda, sem gerðarþola, í samræmi við 10. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu, að ganga til samninga við umbjóðanda kærða um slit á hinni óskiptu sameign að D 17 í Kópavogi. Var í bréfinu jafnframt að finna nánari tilgreiningu á hinni óskiptu sameign, verðmati á henni auk þess sem því var lýst að ef ekki yrði gengið til samninga um slit á sameigninni innan mánaðar frá birtingu áskorunarinnar yrði nauðungarsölubeiðni vegna fasteignarinnar send til sýslumannsembættisins á höfuðborgarsvæðinu í samræmi við ákvæði 2. mgr. 8. gr. laga nr. 90/1991.

Lögmaður kæranda staðfesti móttöku á erindinu þennan sama dag, 30. október 2017, og kvaðst myndi svara erindi kærða fljótlega. Af málsgögnum verður ráðið að lögmaður kæranda og kærði hafi átt í frekari bréfaskiptum vegna sambúðarslitanna, þar á meðal vegna fyrrgreindrar fasteignar að D 17, á tímabilinu x. – x. 2017 án þess að sættir næðust.

Með beiðni kærða fyrir hönd umbjóðanda til sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. x. desember 2017, var þess farið á leit að fyrrgreind fasteign yrði seld nauðungarsölu til slita á sameign, sbr. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 90/1991. Með bréfi lögmanns kæranda til sýslumannsembættisins, dags. 20. febrúar 2018, var því mótmælt að nauðungarsala færi fram. Var þeim mótmælum hafnað af hálfu sýslumanns við fyrirtöku málsins þann x. febrúar 2018 þar sem jafnframt var kveðið á um gerðin skyldi fara fram og byrjun uppboðs haldið þann x. apríl 2018.

Kærandi mun hafa leitað úrlausnar héraðsdóms um fyrrgreinda ákvörðun sýslumanns frá x. febrúar 2018. Með úrskurði héraðsdóms, uppkveðnum 5. júní 2018, var málinu vísað frá dómi og var hann staðfestur með úrskurði Landsréttar í máli nr. x/xxxx.

Fyrir liggur að nauðungarsala fór fram á fasteigninni að D 17 í Kópavogi þann x. september 2018. Var kærandi þar hæstbjóðandi með boð að fjárhæð 66.700.000 krónur.

Í frumvarpi sýslumanns x. janúar 2019 um úthlutun söluverðs, mun við skiptingu þess hafa verið miðað við fyrrgreind eignarhlutföll undirliggjandi hagsmunaaðila þannig að í hlut kæranda skyldi koma 53.360.000 krónur en í hlut umbjóðanda kærða 13.340.000 krónur. Þá mun því hafa verið lýst að með tilliti til kostnaðar, lögveðs og áhvílandi veðskulda skyldu 18.518.366 krónur greiðast kæranda en 4.629.589 krónur umbjóðanda kærða.

Ágreiningslaust er að kærandi vildi ekki una frumvarpi sýslumannsembættisins og hafði uppi þá kröfu við fyrirtöku málsins að frumvarpinu yrði breytt á þann veg að fjárhæðin sem greiða ætti umbjóðanda kærða myndi renna óskert til hans. Mun sýslumaður hafa ákveðið sama dag að frumvarpið skyldi standa óbreytt. Í framhaldi af því leitaði kærandi úrlausnar héraðsdóms um þá ákvörðun sem staðfesti hana með úrskurði x. október 2019 í máli nr. x/xxxx.

Fyrrgreindur úrskurður héraðsdóms í máli nr. x/xxxx er meðal málsgagna fyrir nefndinni sem og kæra kæranda á úrskurðinum, og greinargerð kærða fyrir hönd gagnaðilans, dags. x. nóvember 2019.

Hinn kærði úrskurður héraðsdóms var staðfestur með úrskurði Landsréttar. Var í forsendum úrskurðarins meðal annars tiltekið að eins og málið lægi fyrir stæðu engar heimildir til þess að söluverði viðkomandi fasteignar yrði úthlutað frá öðrum eignarhlutföllum en þeim sem mælt væri fyrir um í heimildarskjölum um hana. Þá yrði við úthlutun sýslumanns á söluverði fasteignarinnar og í máli sem rekið væri um hana eftir ákvæðum XIII. kafla laga nr. 90/1991 ekki leyst úr ágreiningi sem lyti að fjárhagslegu uppgjöri á milli málsaðila.

Líkt og áður greinir beindi kærandi kvörtun í máli þessu til nefndarinnar þann 18. september 2019.

II.

Kærandi krefst þess fyrir nefndinni að úrskurðað verði um lögmæti hinna umþrættu vinnubragða kærða og að hann verði beittur, eftir atvikum, þeim viðurlögum sem nefndin telur hæfa. Þá krefst kærandi jafnframt málskostnaðar úr hendi kærða vegna reksturs málsins fyrir nefndinni.

Í kvörtun kæranda er því lýst að henni sé beint að ólögmætri og tilefnislausri kröfu kærða um nauðungarsölu á heimili kæranda að D 17 í Kópavogi til slita á svokallaðri sameign, sbr. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu. Kærði hafi aldrei leitað samninga um lausn málsins og ekki gefið kost á þeim eins og þó sé boðið í 1. mgr. 10. gr. laga nr. 90/1991. Hafi heimili kæranda verið selt nauðungarsölu þrátt fyrir látlaus andmæli kæranda og lögmanns hans. Samkvæmt því sé kvörtun kæranda fyrst og fremst beint gegn hinum ólögmætu og tilefnislausu innheimtuaðgerðum kærða. Er á því byggt að þær hafi verið andstæðar góðum lögmannsháttum samkvæmt lögum nr. 77/1998 um lögmenn, siðareglum lögmanna og góðum innheimtuháttum samkvæmt innheimtulögum nr. 95/2008.

Kærandi vísar til þess að hann hafi haft uppi andmæli við nauðungarsölubeiðni kærða. Sýslumaður hafi ákveðið að hafa þau andmæli að engu. Þeirri ákvörðun sýslumanns hafi verið vísað til úrlausnar héraðsdóms á grundvelli heimildar í XIII. kafla laga nr. 90/1991, sem vísað hafi málinu frá dómi með úrskurði x. júní 2018, sbr. mál nr. x/xxxx. Kærandi lýsir því að hann hafi kært þann úrskurð til Landsréttar sem hafi staðfest úrskurðinn. Við fyrirtöku nauðungarsölumálsins hafi kærandi óskað eftir fresti á framhaldi uppboðs til þess að kæra úrskurð Landsréttar til Hæstaréttar og að sækja um kæruleyfi til Hæstaréttar. Hafi kærði synjað um þennan frest og hafi fasteign kæranda því verið seld á uppboði að kröfu kærða gegn andmælum kæranda. Byggir kærandi á að hinar ólögmætu og tilefnislausu innheimtuaðgerðir kærða hafi valdið stórfelldu fjártjóni og óþægindum.

Kærandi bendir á að hann og umbjóðandi kærða hafi verið í sambúð í 16 – 18 mánuði á árunum 2015 – 2017. Sambúðinni hafi lokið um miðjan mars 2017. Þinglesinn eignarhluti umbjóðanda kærða í fasteigninni að D 17 í Kópavogi, sem keypt hafi verið í maímánuði 201x, hafi verið 20% en kæranda 80%.

Kærandi bendir á að vegna sambúðarslitanna hafi þurft að ljúka uppgjöri á milli málsaðila vegna kaupa á nefndri fasteign. Kæranda hafi aldrei verið gefinn kostur á samningum eða jafnvel samningaviðræðum um þetta uppgjör, líkt og skilyrðislaust hafi borið að gera samkvæmt 1. mgr. 10. gr. laga nr. 90/1991, líkt og ráða megi af fyrirliggjandi gögnum, sbr. einnig dóm Hæstaréttar í máli nr. x/xxx. Þess í stað hafi kærði krafist þess að kærandi leysti til sín eignarhluta umbjóðanda kærða með greiðslu á 6.700.000 króna, jafnvel án þess að gert hefði verið ráð fyrir hlutdeild umbjóðandans í sameiginlegum skuldum málsaðila vegna kaupa á fasteigninni og fjárframlögum málsaðila við kaupin, sbr. 106. og 109. gr. laga nr. 20/1991 og dómaframkvæmd.

Vísað er til þess að fasteignin hafi selst á uppboðinu þann 19. september 2018 á 66.700.000 krónur. Að frádregnum 1% sölulaunum í ríkissjóð hafi verið til úthlutunar 66.033.000 krónur. Kröfugerð kærða hafi þó miðast við að verðmæti fasteignarinnar væri 77.500.000 krónur. Verð fasteignarinnar samkvæmt mati sem kærandi hafi aflað hafi hins vegar verið 68.000.000 króna. Bendir kærandi á að aðilar hafi að sjálfsögðu átt að semja í þessu máli.

Kærandi bendir á að samkvæmt frumvarpi sýslumanns til úthlutunar á söluverði hafi nettóandvirði 20% eignarhlutar umbjóðanda kærða í fasteigninni verið að fjárhæð 4.629.589 krónur. Þeirri fjárhæð hafi sýslumaður ætlað að úthluta umbjóðanda kærða án tillits til fjárframlaga kæranda og hlutdeildar umbjóðandans í sameiginlegum skuldum vegna kaupa á eigninni. Þeirri ákvörðun hafi kærandi andmælt og vísað úrlausn um það efni til héraðsdóms ,sbr. málið nr. x/xxx, þar sem kærandi hafi krafist að fá úthlutað eftirstöðvum söluverðsins að öllu leyti í ljósi atvika. Er vísað til þess að héraðsdómur hafi úrskurðað í málinu þar sem kveðið hafi verið á um að frumvarp sýslumannsembættisins skyldi óbreytt standa. Hafi sá úrskurður verið kærður til Landsréttar.

Í viðbótarathugasemdum kæranda er vísað til þess að ráðið verði af málsgögnum að kærði hafi ekki sinnt þeirri brýnu og ótvíræðu lagaskyldu samkvæmt 10. gr. laga nr. 90/1991 að leita eftir samningum áður en nauðungarsölubeiðni var lögð fram hinn x. desember 201x. Með því framferði hafi kærði brotið gegn siðareglum lögmanna, einkum I., IV. og V. kafla, sbr. einnig ákvæði laga nr. 77/1998 um vandaða lögmannshætti, sbr. einnig innheimtulög nr. 95/2008. Ítrekar kærandi að umbjóðandi kærða hafi ekki átt nokkur efnisleg réttindi í nauðungarsöluandlaginu. Þá geti embættisglöp og valdníðsla starfsmanna fullnustudeildar sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu ekki leyst kærða á nokkurn hátt undan skyldum hans sem lögmanns.

III.

Kærði krefst þess í málinu að kröfum kæranda verði hafnað. Þá krefst kærði málskostnaðar úr hendi kæranda vegna meðferðar málsins fyrir nefndinni.

Kærði byggir á því að kvörtunin taki ekki til háttsemi sem sé í andstöðu við góða lögmannshætti. Bendir kærði á að kvörtun byggi á því að ekki hafi verið lagaskilyrði til þess að krefjast nauðungarsölu til slita á óskiptri fasteign, nánar tiltekið að þær sættir hefðu ekki verið reyndar sem kveðið sé á um í lögum nr. 90/1991. Sýslumaður hafi ákveðið að þau lagaskilyrði væru uppfyllt auk þess sem málskoti hafi verið vísað bæði frá héraðsdómi og Landsrétti. Er því lýst að kærði fái ekki séð hvernig úrskurðarnefnd eigi að geta hnekkt þeirri niðurstöðu sýslumanns. Enn síður geti það talist til óvandaðra lögmannshátta að neyta þeirra réttarúrræða fyrir hönd skjólstæðinga sem lög kveða á um.

Niðurstaða

                                                                          I.

Sá sem telur lögmann hafa í störfum sínum gert á sinn hlut með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna getur sent kvörtun til úrskurðarnefndar lögmanna, sbr. 1. mgr. 27. gr. laga nr. 77/1998 um lögmenn. Í afgreiðslu á erindi sem berst nefndinni getur hún fundið að vinnubrögðum lögmanns eða veitt honum áminningu, ef um stórfelld eða ítrekuð brot er að ræða, sbr. 2. mgr. 27. gr. laga nr. 77/1998. Ef sakir eru miklar eða lögmaður hefur ítrekað sætt áminningu getur nefndin í rökstuddu áliti lagt til við sýslumann að réttindi lögmannsins verði felld niður tímabundið eða hann sviptur réttindum.

II.

Líkt og áður er rakið er kvörtun kæranda í málinu reist á 27. gr. laga nr. 77/1998 og á því byggt að kærði hafi í þágu síns umbjóðanda viðhaft ólögmæta og tilefnislausa kröfu um nauðungarsölu á heimili kæranda að D 17 í Kópavogi til slita á sameign, sbr. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu. Hafi kærði farið fram með þá kröfu án þess að hafa leitað áður samninga um lausn málsins líkt og skylt sé samkvæmt 1. mgr. 10. gr. laga nr. 90/1991. Þá hafi fasteign kæranda verið seld nauðungarsölu á grundvelli hinnar umþrættu kröfu. Er kvörtun þannig reist á því að innheimtuaðgerðir kærða hafi verið andstæðar góðum lögmannsháttum samkvæmt lögum nr. 77/1998, siðareglum lögmanna, sbr. einkum I., IV. og V. kafla þeirra, sem og góðum innheimtuháttum samkvæmt innheimtulögum nr. 95/2008.

Um þetta efni er þess annars vegar að gæta að kærði beindi fyrir hönd umbjóðanda síns hinni umþrættu beiðni um nauðungarsölu, sem grundvölluð var á 2. mgr. 8. gr. laga nr. 90/1991, til sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu þar sem hún var móttekin þann x. desember 201x. Meðal fylgiskjala með beiðninni var áskorun um samninga á slit á sameign, dags. x. október 201x, sem kærði hafði beint til kæranda samkvæmt 10. gr. laga nr. 90/1991 og birt hafði verið með atbeina stefnuvotts þann x. nóvember sama ár. Við fyrirtöku sýslumannsembættisins á málinu þann x. febrúar 201x lágu jafnframt fyrir mótmæli kæranda, dags. x. febrúar 201x, sem meðal annars voru grundvölluð á því að umbjóðandi kærða ætti engan efnislegan rétt til viðkomandi fasteignar og að kærði hefði hafnað samningaviðræðum um uppgjör málsaðila í trássi við fyrrgreint ákvæði laga nr. 90/1991.

Fyrir liggur að sýslumannsembættið tók ákvörðun í fyrirtökunni hinn x. febrúar 201x um að gerðin skyldi ná fram að ganga. Að mati nefndarinnar verður ekki annað ráðið af málsgögnum en að í þeirri ákvörðun sýslumanns hafi falist sú afstaða að uppfyllt væru skilyrði laga nr. 90/1991 fyrir kröfu um nauðungarsölu til slita á sameign kæranda og umbjóðanda kærða vegna fasteignarinnar að D 17 í Kópavogi. Þá er ágreiningslaust að kæranda lánaðist ekki að hnekkja þeirri ákvörðun sýslumanns fyrir dómi, sbr. úrskurði Héraðsdóms x. júní 201x og Landsréttar í máli nr. x/xxx þar sem máli kæranda á hendur umbjóðanda kærða var vísað frá dómi. Samkvæmt því fór nauðungarsala fram á viðkomandi fasteign þann x. september 201x.

Hins vegar er til þess að líta að kærandi lét á ný reyna á málið fyrir dómstólum vegna ágreinings um úthlutunargerð sýslumannsembættisins, dags. x. janúar 201x, vegna nauðungarsölunnar. Svo sem nánar er rakið í málsatvikalýsingu að framan var kröfum kæranda hafnað í héraði og fyrir Landsrétti þar sem staðfest var ákvörðun sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu frá x. apríl 201x, um að frumvarp að úthlutunargerð, dags. x. janúar 201x, vegna viðkomandi fasteignar skyldi standa óbreytt.

Í samræmi við það sem hér hefur verið rakið fór nauðungarsala fram á fasteign kæranda að kröfu gagnaðila hans, sem kærði gætti hagsmuna fyrir, á grundvelli heimildar í 2. mgr. 8. gr. laga nr. 90/1991. Var ákvörðun sýslumanns um framkvæmd gerðarinnar reist á því að lagaskilyrði væru til staðar þrátt fyrir ítarleg mótmæli kæranda. Þá lánaðist kæranda ekki að hnekkja þeirri ákvörðun fyrir dómi, líkt og fyrr er rakið. Standa engin skilyrði eða heimildir til að hrófla við þeirri niðurstöðu eða mati á lagaskilyrðum að baki hinni umþrættu nauðungarsölu fyrir úrskurðarnefnd lögmanna.

Um allt framangreint verður jafnframt ekki framhjá því litið að kærða bar, líkt og lögmönnum endranær, að rækja af alúð þau störf sem hann sinnti í þágu umbjóðanda síns og neyta allra lögmætra úrræða til að gæta lögvarinna hagsmuna hans, sbr. 18. gr. laga nr. 77/1998. Að sama skapi hafði kærði kröfu til að vera ekki samkenndur þeim sjónarmiðum og hagsmunum sem hann gætti í málinu, sbr. 2. mgr. 8. gr. siðareglna.

Að mati nefndarinnar er ekkert annað komið fram í málinu en að kærði hafi hagað hagsmunagæslu í málinu í þágu umbjóðandans, sem gagnaðila kæranda, í samræmi við það sem lög og siðareglur lögmanna buðu. Þá verði ekki annað talið en að með hinni umþrættu nauðungarsölubeiðni, dags. 1. desember 2017, og hagsmunagæslu að öðru leyti undir rekstri gerðarinnar uns nauðungarsalan fór fram þann x. september 201x hafi kærði verið að neyta lögmætra úrræða í því skyni að gæta lögvarinna hagsmuna síns umbjóðanda. Verður þannig ekki talið að kærði hafi gengið lengra í þeim efnum en lög og siðareglur lögmanna heimiluðu.

Samkvæmt öllu því sem hér hefur verið rakið verður ekki talið að leitt hafi verið í ljós í málinu að kærði hafi gert á hlut kæranda með háttsemi sem hafi verið í andstöðu við lög nr. 77/1998, innheimtulög nr. 95/2008 eða siðareglur lögmanna.

Rétt þykir að hvor aðili um sig beri sinn kostnað af máli þessu.

Ú R S K U R Ð A R O R Ð :

Mál 20/2019

Ár 2020, þriðjudaginn 10. mars, var haldinn fundur í úrskurðarnefnd lögmanna í húsnæði Lögmannafélags Íslands, Álftamýri 9, Reykjavík.

Fyrir var tekið mál nr. 20/2019:

A,

gegn

B lögmanni

og kveðinn upp svofelldur

Ú R S K U R Ð U R :

Úrskurðarnefnd lögmanna barst þann 18. september 2019 erindi kæranda, A, þar sem kvartað er yfir því að kærði, B, hafi brotið gegn 27. gr. laga nr. 77/1998 um lögmenn og nánar tilgreindum ákvæðum siðareglna lögmanna. C lögmaður fer með málið fyrir hönd kæranda fyrir nefndinni.

Kærða var veitt færi á að skila inn greinargerð vegna kvörtunarinnar með bréfi dags. 23. september 2019 og barst hún þann 9. október sama ár. Var kæranda send greinargerð hans til athugasemda með bréfi dags. 11. október 2019. Viðbótarathugasemdir kæranda vegna málsins bárust til nefndarinnar þann 25. nóvember 2019 og voru þær sendar til kærða með bréfi næsta dag. Ekki kom til frekari athugasemda eða gagnaframlagningar af hálfu málsaðila.

Á grundvelli heimildar í 2. mgr. 9. gr. reglna um meðferð mála fyrir úrskurðarnefnd lögmanna aflaði nefndin gagna undir rekstri málsins. Nánar tiltekið var þar um að ræða úrskurð Landsréttar  x. desember 2019 í máli nr. xxx/2019, en kærandi hafði undir rekstri málsins fyrir nefndinni vísað til tilgreinds máls sem þá var til meðferðar fyrir Landsrétti.

Málið var tekið til úrskurðar á grundvelli fyrirliggjandi athugasemda málsaðila, framlagðra gagna af þeirra hálfu og þeirra gagna sem nefndin aflaði sjálf undir rekstri málsins.

Málsatvik og málsástæður

I.

Samkvæmt málsgögnum og málatilbúnaði aðila fyrir nefndinni voru kærandi og umbjóðandi kærða í sambúð í 16 – 18 mánuði á árunum 2015 – 2017. Á sambúðartíma munu þau hafa fest kaup á fasteigninni að D 17 í Kópavogi en samkvæmt undirliggjandi heimildarskjölum, sem eru meðal málsgagna fyrir nefndinni, mun eignarhlutur kæranda hafa verið 80% og eignarhlutur umbjóðanda kærða 20%. Þá mun hafa komið til sambúðarslita hjá aðilum í marsmánuði 2017.

Með bréfi kærða til kæranda og lögmanns hans, dags. 30. október 2017, var skorað á kæranda, sem gerðarþola, í samræmi við 10. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu, að ganga til samninga við umbjóðanda kærða um slit á hinni óskiptu sameign að D 17 í Kópavogi. Var í bréfinu jafnframt að finna nánari tilgreiningu á hinni óskiptu sameign, verðmati á henni auk þess sem því var lýst að ef ekki yrði gengið til samninga um slit á sameigninni innan mánaðar frá birtingu áskorunarinnar yrði nauðungarsölubeiðni vegna fasteignarinnar send til sýslumannsembættisins á höfuðborgarsvæðinu í samræmi við ákvæði 2. mgr. 8. gr. laga nr. 90/1991.

Lögmaður kæranda staðfesti móttöku á erindinu þennan sama dag, 30. október 2017, og kvaðst myndi svara erindi kærða fljótlega. Af málsgögnum verður ráðið að lögmaður kæranda og kærði hafi átt í frekari bréfaskiptum vegna sambúðarslitanna, þar á meðal vegna fyrrgreindrar fasteignar að D 17, á tímabilinu x. – x. 2017 án þess að sættir næðust.

Með beiðni kærða fyrir hönd umbjóðanda til sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. x. desember 2017, var þess farið á leit að fyrrgreind fasteign yrði seld nauðungarsölu til slita á sameign, sbr. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 90/1991. Með bréfi lögmanns kæranda til sýslumannsembættisins, dags. 20. febrúar 2018, var því mótmælt að nauðungarsala færi fram. Var þeim mótmælum hafnað af hálfu sýslumanns við fyrirtöku málsins þann x. febrúar 2018 þar sem jafnframt var kveðið á um gerðin skyldi fara fram og byrjun uppboðs haldið þann x. apríl 2018.

Kærandi mun hafa leitað úrlausnar héraðsdóms um fyrrgreinda ákvörðun sýslumanns frá x. febrúar 2018. Með úrskurði héraðsdóms, uppkveðnum 5. júní 2018, var málinu vísað frá dómi og var hann staðfestur með úrskurði Landsréttar í máli nr. x/xxxx.

Fyrir liggur að nauðungarsala fór fram á fasteigninni að D 17 í Kópavogi þann x. september 2018. Var kærandi þar hæstbjóðandi með boð að fjárhæð 66.700.000 krónur.

Í frumvarpi sýslumanns x. janúar 2019 um úthlutun söluverðs, mun við skiptingu þess hafa verið miðað við fyrrgreind eignarhlutföll undirliggjandi hagsmunaaðila þannig að í hlut kæranda skyldi koma 53.360.000 krónur en í hlut umbjóðanda kærða 13.340.000 krónur. Þá mun því hafa verið lýst að með tilliti til kostnaðar, lögveðs og áhvílandi veðskulda skyldu 18.518.366 krónur greiðast kæranda en 4.629.589 krónur umbjóðanda kærða.

Ágreiningslaust er að kærandi vildi ekki una frumvarpi sýslumannsembættisins og hafði uppi þá kröfu við fyrirtöku málsins að frumvarpinu yrði breytt á þann veg að fjárhæðin sem greiða ætti umbjóðanda kærða myndi renna óskert til hans. Mun sýslumaður hafa ákveðið sama dag að frumvarpið skyldi standa óbreytt. Í framhaldi af því leitaði kærandi úrlausnar héraðsdóms um þá ákvörðun sem staðfesti hana með úrskurði x. október 2019 í máli nr. x/xxxx.

Fyrrgreindur úrskurður héraðsdóms í máli nr. x/xxxx er meðal málsgagna fyrir nefndinni sem og kæra kæranda á úrskurðinum, og greinargerð kærða fyrir hönd gagnaðilans, dags. x. nóvember 2019.

Hinn kærði úrskurður héraðsdóms var staðfestur með úrskurði Landsréttar. Var í forsendum úrskurðarins meðal annars tiltekið að eins og málið lægi fyrir stæðu engar heimildir til þess að söluverði viðkomandi fasteignar yrði úthlutað frá öðrum eignarhlutföllum en þeim sem mælt væri fyrir um í heimildarskjölum um hana. Þá yrði við úthlutun sýslumanns á söluverði fasteignarinnar og í máli sem rekið væri um hana eftir ákvæðum XIII. kafla laga nr. 90/1991 ekki leyst úr ágreiningi sem lyti að fjárhagslegu uppgjöri á milli málsaðila.

Líkt og áður greinir beindi kærandi kvörtun í máli þessu til nefndarinnar þann 18. september 2019.

II.

Kærandi krefst þess fyrir nefndinni að úrskurðað verði um lögmæti hinna umþrættu vinnubragða kærða og að hann verði beittur, eftir atvikum, þeim viðurlögum sem nefndin telur hæfa. Þá krefst kærandi jafnframt málskostnaðar úr hendi kærða vegna reksturs málsins fyrir nefndinni.

Í kvörtun kæranda er því lýst að henni sé beint að ólögmætri og tilefnislausri kröfu kærða um nauðungarsölu á heimili kæranda að D 17 í Kópavogi til slita á svokallaðri sameign, sbr. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu. Kærði hafi aldrei leitað samninga um lausn málsins og ekki gefið kost á þeim eins og þó sé boðið í 1. mgr. 10. gr. laga nr. 90/1991. Hafi heimili kæranda verið selt nauðungarsölu þrátt fyrir látlaus andmæli kæranda og lögmanns hans. Samkvæmt því sé kvörtun kæranda fyrst og fremst beint gegn hinum ólögmætu og tilefnislausu innheimtuaðgerðum kærða. Er á því byggt að þær hafi verið andstæðar góðum lögmannsháttum samkvæmt lögum nr. 77/1998 um lögmenn, siðareglum lögmanna og góðum innheimtuháttum samkvæmt innheimtulögum nr. 95/2008.

Kærandi vísar til þess að hann hafi haft uppi andmæli við nauðungarsölubeiðni kærða. Sýslumaður hafi ákveðið að hafa þau andmæli að engu. Þeirri ákvörðun sýslumanns hafi verið vísað til úrlausnar héraðsdóms á grundvelli heimildar í XIII. kafla laga nr. 90/1991, sem vísað hafi málinu frá dómi með úrskurði x. júní 2018, sbr. mál nr. x/xxxx. Kærandi lýsir því að hann hafi kært þann úrskurð til Landsréttar sem hafi staðfest úrskurðinn. Við fyrirtöku nauðungarsölumálsins hafi kærandi óskað eftir fresti á framhaldi uppboðs til þess að kæra úrskurð Landsréttar til Hæstaréttar og að sækja um kæruleyfi til Hæstaréttar. Hafi kærði synjað um þennan frest og hafi fasteign kæranda því verið seld á uppboði að kröfu kærða gegn andmælum kæranda. Byggir kærandi á að hinar ólögmætu og tilefnislausu innheimtuaðgerðir kærða hafi valdið stórfelldu fjártjóni og óþægindum.

Kærandi bendir á að hann og umbjóðandi kærða hafi verið í sambúð í 16 – 18 mánuði á árunum 2015 – 2017. Sambúðinni hafi lokið um miðjan mars 2017. Þinglesinn eignarhluti umbjóðanda kærða í fasteigninni að D 17 í Kópavogi, sem keypt hafi verið í maímánuði 201x, hafi verið 20% en kæranda 80%.

Kærandi bendir á að vegna sambúðarslitanna hafi þurft að ljúka uppgjöri á milli málsaðila vegna kaupa á nefndri fasteign. Kæranda hafi aldrei verið gefinn kostur á samningum eða jafnvel samningaviðræðum um þetta uppgjör, líkt og skilyrðislaust hafi borið að gera samkvæmt 1. mgr. 10. gr. laga nr. 90/1991, líkt og ráða megi af fyrirliggjandi gögnum, sbr. einnig dóm Hæstaréttar í máli nr. x/xxx. Þess í stað hafi kærði krafist þess að kærandi leysti til sín eignarhluta umbjóðanda kærða með greiðslu á 6.700.000 króna, jafnvel án þess að gert hefði verið ráð fyrir hlutdeild umbjóðandans í sameiginlegum skuldum málsaðila vegna kaupa á fasteigninni og fjárframlögum málsaðila við kaupin, sbr. 106. og 109. gr. laga nr. 20/1991 og dómaframkvæmd.

Vísað er til þess að fasteignin hafi selst á uppboðinu þann 19. september 2018 á 66.700.000 krónur. Að frádregnum 1% sölulaunum í ríkissjóð hafi verið til úthlutunar 66.033.000 krónur. Kröfugerð kærða hafi þó miðast við að verðmæti fasteignarinnar væri 77.500.000 krónur. Verð fasteignarinnar samkvæmt mati sem kærandi hafi aflað hafi hins vegar verið 68.000.000 króna. Bendir kærandi á að aðilar hafi að sjálfsögðu átt að semja í þessu máli.

Kærandi bendir á að samkvæmt frumvarpi sýslumanns til úthlutunar á söluverði hafi nettóandvirði 20% eignarhlutar umbjóðanda kærða í fasteigninni verið að fjárhæð 4.629.589 krónur. Þeirri fjárhæð hafi sýslumaður ætlað að úthluta umbjóðanda kærða án tillits til fjárframlaga kæranda og hlutdeildar umbjóðandans í sameiginlegum skuldum vegna kaupa á eigninni. Þeirri ákvörðun hafi kærandi andmælt og vísað úrlausn um það efni til héraðsdóms ,sbr. málið nr. x/xxx, þar sem kærandi hafi krafist að fá úthlutað eftirstöðvum söluverðsins að öllu leyti í ljósi atvika. Er vísað til þess að héraðsdómur hafi úrskurðað í málinu þar sem kveðið hafi verið á um að frumvarp sýslumannsembættisins skyldi óbreytt standa. Hafi sá úrskurður verið kærður til Landsréttar.

Í viðbótarathugasemdum kæranda er vísað til þess að ráðið verði af málsgögnum að kærði hafi ekki sinnt þeirri brýnu og ótvíræðu lagaskyldu samkvæmt 10. gr. laga nr. 90/1991 að leita eftir samningum áður en nauðungarsölubeiðni var lögð fram hinn x. desember 201x. Með því framferði hafi kærði brotið gegn siðareglum lögmanna, einkum I., IV. og V. kafla, sbr. einnig ákvæði laga nr. 77/1998 um vandaða lögmannshætti, sbr. einnig innheimtulög nr. 95/2008. Ítrekar kærandi að umbjóðandi kærða hafi ekki átt nokkur efnisleg réttindi í nauðungarsöluandlaginu. Þá geti embættisglöp og valdníðsla starfsmanna fullnustudeildar sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu ekki leyst kærða á nokkurn hátt undan skyldum hans sem lögmanns.

III.

Kærði krefst þess í málinu að kröfum kæranda verði hafnað. Þá krefst kærði málskostnaðar úr hendi kæranda vegna meðferðar málsins fyrir nefndinni.

Kærði byggir á því að kvörtunin taki ekki til háttsemi sem sé í andstöðu við góða lögmannshætti. Bendir kærði á að kvörtun byggi á því að ekki hafi verið lagaskilyrði til þess að krefjast nauðungarsölu til slita á óskiptri fasteign, nánar tiltekið að þær sættir hefðu ekki verið reyndar sem kveðið sé á um í lögum nr. 90/1991. Sýslumaður hafi ákveðið að þau lagaskilyrði væru uppfyllt auk þess sem málskoti hafi verið vísað bæði frá héraðsdómi og Landsrétti. Er því lýst að kærði fái ekki séð hvernig úrskurðarnefnd eigi að geta hnekkt þeirri niðurstöðu sýslumanns. Enn síður geti það talist til óvandaðra lögmannshátta að neyta þeirra réttarúrræða fyrir hönd skjólstæðinga sem lög kveða á um.

Niðurstaða

                                                                          I.

Sá sem telur lögmann hafa í störfum sínum gert á sinn hlut með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna getur sent kvörtun til úrskurðarnefndar lögmanna, sbr. 1. mgr. 27. gr. laga nr. 77/1998 um lögmenn. Í afgreiðslu á erindi sem berst nefndinni getur hún fundið að vinnubrögðum lögmanns eða veitt honum áminningu, ef um stórfelld eða ítrekuð brot er að ræða, sbr. 2. mgr. 27. gr. laga nr. 77/1998. Ef sakir eru miklar eða lögmaður hefur ítrekað sætt áminningu getur nefndin í rökstuddu áliti lagt til við sýslumann að réttindi lögmannsins verði felld niður tímabundið eða hann sviptur réttindum.

II.

Líkt og áður er rakið er kvörtun kæranda í málinu reist á 27. gr. laga nr. 77/1998 og á því byggt að kærði hafi í þágu síns umbjóðanda viðhaft ólögmæta og tilefnislausa kröfu um nauðungarsölu á heimili kæranda að D 17 í Kópavogi til slita á sameign, sbr. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu. Hafi kærði farið fram með þá kröfu án þess að hafa leitað áður samninga um lausn málsins líkt og skylt sé samkvæmt 1. mgr. 10. gr. laga nr. 90/1991. Þá hafi fasteign kæranda verið seld nauðungarsölu á grundvelli hinnar umþrættu kröfu. Er kvörtun þannig reist á því að innheimtuaðgerðir kærða hafi verið andstæðar góðum lögmannsháttum samkvæmt lögum nr. 77/1998, siðareglum lögmanna, sbr. einkum I., IV. og V. kafla þeirra, sem og góðum innheimtuháttum samkvæmt innheimtulögum nr. 95/2008.

Um þetta efni er þess annars vegar að gæta að kærði beindi fyrir hönd umbjóðanda síns hinni umþrættu beiðni um nauðungarsölu, sem grundvölluð var á 2. mgr. 8. gr. laga nr. 90/1991, til sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu þar sem hún var móttekin þann x. desember 201x. Meðal fylgiskjala með beiðninni var áskorun um samninga á slit á sameign, dags. x. október 201x, sem kærði hafði beint til kæranda samkvæmt 10. gr. laga nr. 90/1991 og birt hafði verið með atbeina stefnuvotts þann x. nóvember sama ár. Við fyrirtöku sýslumannsembættisins á málinu þann x. febrúar 201x lágu jafnframt fyrir mótmæli kæranda, dags. x. febrúar 201x, sem meðal annars voru grundvölluð á því að umbjóðandi kærða ætti engan efnislegan rétt til viðkomandi fasteignar og að kærði hefði hafnað samningaviðræðum um uppgjör málsaðila í trássi við fyrrgreint ákvæði laga nr. 90/1991.

Fyrir liggur að sýslumannsembættið tók ákvörðun í fyrirtökunni hinn x. febrúar 201x um að gerðin skyldi ná fram að ganga. Að mati nefndarinnar verður ekki annað ráðið af málsgögnum en að í þeirri ákvörðun sýslumanns hafi falist sú afstaða að uppfyllt væru skilyrði laga nr. 90/1991 fyrir kröfu um nauðungarsölu til slita á sameign kæranda og umbjóðanda kærða vegna fasteignarinnar að D 17 í Kópavogi. Þá er ágreiningslaust að kæranda lánaðist ekki að hnekkja þeirri ákvörðun sýslumanns fyrir dómi, sbr. úrskurði Héraðsdóms x. júní 201x og Landsréttar í máli nr. x/xxx þar sem máli kæranda á hendur umbjóðanda kærða var vísað frá dómi. Samkvæmt því fór nauðungarsala fram á viðkomandi fasteign þann x. september 201x.

Hins vegar er til þess að líta að kærandi lét á ný reyna á málið fyrir dómstólum vegna ágreinings um úthlutunargerð sýslumannsembættisins, dags. x. janúar 201x, vegna nauðungarsölunnar. Svo sem nánar er rakið í málsatvikalýsingu að framan var kröfum kæranda hafnað í héraði og fyrir Landsrétti þar sem staðfest var ákvörðun sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu frá x. apríl 201x, um að frumvarp að úthlutunargerð, dags. x. janúar 201x, vegna viðkomandi fasteignar skyldi standa óbreytt.

Í samræmi við það sem hér hefur verið rakið fór nauðungarsala fram á fasteign kæranda að kröfu gagnaðila hans, sem kærði gætti hagsmuna fyrir, á grundvelli heimildar í 2. mgr. 8. gr. laga nr. 90/1991. Var ákvörðun sýslumanns um framkvæmd gerðarinnar reist á því að lagaskilyrði væru til staðar þrátt fyrir ítarleg mótmæli kæranda. Þá lánaðist kæranda ekki að hnekkja þeirri ákvörðun fyrir dómi, líkt og fyrr er rakið. Standa engin skilyrði eða heimildir til að hrófla við þeirri niðurstöðu eða mati á lagaskilyrðum að baki hinni umþrættu nauðungarsölu fyrir úrskurðarnefnd lögmanna.

Um allt framangreint verður jafnframt ekki framhjá því litið að kærða bar, líkt og lögmönnum endranær, að rækja af alúð þau störf sem hann sinnti í þágu umbjóðanda síns og neyta allra lögmætra úrræða til að gæta lögvarinna hagsmuna hans, sbr. 18. gr. laga nr. 77/1998. Að sama skapi hafði kærði kröfu til að vera ekki samkenndur þeim sjónarmiðum og hagsmunum sem hann gætti í málinu, sbr. 2. mgr. 8. gr. siðareglna.

Að mati nefndarinnar er ekkert annað komið fram í málinu en að kærði hafi hagað hagsmunagæslu í málinu í þágu umbjóðandans, sem gagnaðila kæranda, í samræmi við það sem lög og siðareglur lögmanna buðu. Þá verði ekki annað talið en að með hinni umþrættu nauðungarsölubeiðni, dags. 1. desember 2017, og hagsmunagæslu að öðru leyti undir rekstri gerðarinnar uns nauðungarsalan fór fram þann x. september 201x hafi kærði verið að neyta lögmætra úrræða í því skyni að gæta lögvarinna hagsmuna síns umbjóðanda. Verður þannig ekki talið að kærði hafi gengið lengra í þeim efnum en lög og siðareglur lögmanna heimiluðu.

Samkvæmt öllu því sem hér hefur verið rakið verður ekki talið að leitt hafi verið í ljós í málinu að kærði hafi gert á hlut kæranda með háttsemi sem hafi verið í andstöðu við lög nr. 77/1998, innheimtulög nr. 95/2008 eða siðareglur lögmanna.

Rétt þykir að hvor aðili um sig beri sinn kostnað af máli þessu.

Ú R S K U R Ð A R O R Ð :

Kærði, B lögmaður, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut kæranda, A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.  

ÚRSKURÐARNEFND LÖGMANNA

Kristinn Bjarnason lögmaður, formaður

Einar Gautur Steingrímsson lögmaður

Valborg Þ. Snævarr lögmaður

Rétt endurrit staðfestir

 

 

________________________

Sölvi Davíðsson

                 

                                                                      

                       

ÚRSKURÐARNEFND LÖGMANNA

Kristinn Bjarnason lögmaður, formaður

Einar Gautur Steingrímsson lögmaður

Valborg Þ. Snævarr lögmaður

Rétt endurrit staðfestir

 

 

________________________

Sölvi Davíðsson