Kröfum kæranda, A, um að dómur Landsréttar x. júní 201x í máli nr. xxx/201x verði „felldur úr gildi“, að málið verði endurupptekið og að kærða, B lögmanni, verði gert að afhenda kæranda öll málsgögn og kvittun fyrir uppsagnarbréfi, er vísað frá nefndinni.
Kærði, B lögmaður, sætir aðfinnslu fyrir að hafa ekki látið kæranda A, í té sundurliðaðan reikning yfir verkkostnað án ástæðulauss dráttar og að hafa ekki sinnt ítrekuðum beiðnum kæranda þar að lútandi.
Áskilin þóknun kærða, B lögmanns, vegna starfa hans í þágu kæranda A, við rekstur héraðsdómsmálsins nr. x-xx/201x og landsréttarmálsins nr. xxx/201x, felur í sér hæfilegt endurgjald.