Ókeypis lögfræðiráðgjöf er veitt á þriðjudögum frá kl. 16:30 til 18:00 (september-maí). Ráðgjöfin er veitt í síma og gert er ráð fyrir 15 mínútum á mann. Nánari upplýsingar
Vakin er athygli á að Lögmannafélagið veitir ekki lögmannsþjónustu og getur ekki bent á tiltekna lögmenn umfram aðra.
Bent er á lögmannalistann hér fyrir neðan þar sem hægt er að leita að lögmanni eftir sérhæfingu.
Lagadagurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica föstudaginn 10. október
Aðalmálstofan að þessu sinni fjallar um hvort lýðræði sé á tímamótum.
Kl. 13.00-14.30 verða þrjár málstofur sem fjalla um EES samninginn, aðild brotaþola að sakamálum og hvað þurfi til að félag geti talist stéttarfélag í skilningi laga.
Kl. 15.00-16.00 verður fjallað um hvað séu góð lög, hvort sanngjarnt sé að halda lífeyrisréttindum hjóna utan fjárskipta og fjórða valdið á tímum falsfrétta og upplýsingaóreiðu.
Um kvöldið verður hátíðarkvöldverður þar sem Bergur Ebbi mun stjórna veislu af sinni alkunnu snilld. Þá mun hljómsveitin Babies skemmta lögfræðingum landsins inn í nóttina.
Meistaramót LMFÍ í golfi 2025 verður haldið á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar fimmtudaginn 4. september. Mæting er kl. 12.00 en fyrsta holl verður ræst út kl. 12.30.
Að lokinni keppni verður boðið upp á matarmikla kjúklingasúpu ásamt meðlæti.
Sigurvegari í punktakeppni með for...
Samkvæmt ákvörðun dómstólasýslunnar skulu öll skjöl berast dómstóli í gegnum réttarvörslugátt í kærðum ...
Lögmannablaðið er komið á netið!
Sem fyrr inniheldur það greinar um lagaleg málefni, fréttir og fleira sem varðar lögmenn og Lögmannafélag Íslands.
Blaðið er auk þess gefið út á pdf formi og sent til allra félagsmanna, dómstóla, stofnana og þeirra sem þess óska. Þá er það prentað í takmörkuðu upplagi og sent til áskrifenda.