Úrskurðir úrskurðarnefndar lögmanna 2007

 
Til að leita eftir orðasambandi skal nota gæsalappir.
T.d. "11. gr."

Mál 6 2007


Mál 5 2007

Fyrir var tekið mál nr. 5/2007:


Mál 4 2007

Kvörtun kæranda, A, vegna bréfaskrifa kærðu, B, hrl., þann 26. maí 2005, er vísað frá.

Kærða hefur við hagsmunagæslu í máli umbjóðanda síns gegn kæranda, með ritun bréfs til sýslumannsins í T þann 30. nóvember 2006, ekki gert á hlut hans með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.

Málskostnaður fellur niður.


Mál 3 2007

Áskilið endurgjald varnaraðila, I, hdl., fyrir málflutningsstörf í þágu sóknaraðila, J, 621.632 krónur auk virðisaukaskatts og útlagðs kostnaðar, er hæfilegt endurgjald í skilningi 1. mgr. 24. gr. lögmannalaga nr. 77/1998.

Varnaraðili hefur í störfum sínum fyrir sóknaraðila ekki gert á hlut hans með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 2 2007

Kærði, J, hrl., hefur við ráðstöfun kaupsamningsgreiðslna til K hf. ekki gert á hlut kærenda með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 1 2007

Kærða, P, hrl., hefur í störfum sínum fyrir S að forsjár- og umgengnisréttarmáli ekki gert á hlut kæranda, F, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.