Úrskurðir úrskurðarnefndar lögmanna 02 2022

 

Mál 36 2022

Kröfu varnaraðila, C lögmanns, um frávísun málsins frá nefndinni, í heild eða að hluta, er hafnað.

Sú háttsemi varnaraðila, C lögmanns, að leggja dómskjöl nr. 54 og 57 fram með greinargerð stefndu í máli nr. [...] í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 23. nóvember 2021, er aðfinnsluverð.

Sú háttsemi varnaraðila, C lögmanns, að afhenda þriðja aðila skjal sem lagt var fram sem dómskjal nr. 62 með greinargerð stefndu í máli nr. [...] í Héraðsdómi Reykjaness þann 1. desember 2021, er aðfinnsluverð.


Mál 35 2022

Kröfu varnaraðila, [B] lögmanns, um að málinu verði vísað frá nefndinni er hafnað. 

Sú háttsemi fulltrúa varnaraðila, [B] lögmanns, sem hann ber ábyrgð á, að óska eftir upplýsingum frá [banka] um persónuleg fjárhagsmál sóknaraðila, [A], án vitundar eða samþykkis sóknaraðila, er aðfinnsluverð.  

Málskostnaður fellur niður. 


Mál 34 2022

Kröfu varnaraðila, [B] lögmanns, um að málinu verði vísað frá nefndinni er hafnað. 

Áskilið endurgjald varnaraðila, [B] lögmanns, vegna starfa hans í þágu sóknaraðila, [A], sætir lækkun og telst hæfileg fjárhæð endurgjaldsins vera 200.000 krónur með virðisaukaskatti. Varnaraðili, [B] lögmaður, endurgreiði sóknaraðila 400.000 krónur með virðisaukaskatti.