Úrskurðir úrskurðarnefndar lögmanna 2019

 

Mál 15 2019

Kærði, B lögmaður, sætir aðfinnslu fyrir að hafa í starfi sínu gert á hlut kæranda, A, með háttsemi sem stríðir gegn 18. gr. laga nr. 77/1998 um lögmenn og 1. mgr. 8. gr. og 1. mgr. 12. gr. siðareglna lögmanna.

Kröfu kæranda, A, um að nefndin taki afstöðu til þess hvort kærða, B lögmanni, beri að afhenda kæranda öll málsgögn og láti í ljós leiðsögn um hvernig hægt sé að knýja á um slíka gagnaafhendingu, er vísað frá nefndinni.


Mál 9 2019

Máli þessu er vísað frá nefndinni.


Mál 8 2019

Kærði, B lögmaður, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut kæranda, A lögmanns, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.  


Mál 7 2019

Kröfu kærenda, A ehf. og B, um að kærða, C lögmanni, verði gert að endurgreiða þeim 11.372.129 krónur vegna ofgreiddrar þóknunar, sbr. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 77/1998 um lögmenn, er vísað frá nefndinni.

Kröfu kærenda um að lögmannsþóknun kærða sæti lækkun og að til endurgreiðslu komi, sbr. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 77/1998, er vísað frá nefndinni.

Kröfu kærenda um að kærði verði áminntur fyrir ætluð brot gegn 10. og 15. gr. siðareglna lögmanna, sbr. 27. gr. laga nr. 77/1998, er vísað frá nefndinni.

Kærði hefur í störfum sínum ekki gert á hlut kærenda með háttsemi sem stríðir gegn 12. gr. siðareglna lögmanna.


Mál 6 2019

Kærði, B lögmaður, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut kæranda, A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðreglum lögmanna.

Kröfum kæranda um að kærða verði gert að segja sig frá öllum málum er tengjast kæranda, að kærða verði gert að láta tafarlaust af þeirri háttsemi sem kvörtunin lúti að og að kærða verði gert að viðurkenna að hann hafi haft rangt við og biðjist afsökunar á ætluðum hótunum og lygum, er vísað frá nefndinni.


Mál 5 2019

Kærði, B lögmaður, sætir áminningu.

Áskilin þóknun kærða, B lögmanns, vegna starfa hans í þágu kæranda, A, felur í sér hæfilegt endurgjald.


Mál 4 2019

Máli þessu er vísað frá nefndinni.


Mál 3 2019

Sú háttsemi kærða, B lögmanns, að stofna til kröfu í nafni F ehf. í heimabanka kæranda, A, þann 17. desember 2018 með þeirri skýringu að greiðslusamkomulag hafi komist á, án þess að slíkt ætti við rök að styðjast og án þess að kærði hafi gengið úr skugga um að samkomulag hefði í reynd komist á, er aðfinnsluverð.


Mál 2 2019

Kærði B, greiði kæranda, A ehf., 3.682,80 evrur.


Mál 1 2019

Kröfu kærenda, A, B ehf. og C AB, um að nefndin taki umþrætta þóknun kærða, D lögmanns, til endurskoðunar og úrskurði um hæfilega þóknun, er vísað frá nefndinni.

Kærði, D, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut kærenda, A, B ehf. og C AB, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.