Úrskurðir úrskurðarnefndar lögmanna 2021

 

Mál 12 2021

Kröfu kæranda, A, um að kærða, B lögmanni, verði gert að endurgreiða kæranda þóknun að fjárhæð 496.000 krónur, sbr. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 77/1998 um lögmenn, er vísað frá nefndinni.

Kærði, B lögmaður, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut kæranda, A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 11 2021

Máli þessu er vísað frá nefndinni.


Mál 10 2021

Áskilin þóknun kærða, B lögmanns, vegna starfa hans í þágu kæranda, A, felur í sér hæfilegt endurgjald.


Mál 9 2021

Áskilið endurgjald kærðu, B lögmanns, vegna starfa hennar í þágu kæranda, A sætir lækkun og telst hæfileg fjárhæð endurgjaldsins vera kr. 5.154.525  með virðisaukaskatti.

 Kærða, B lögmaður hefur í störfum sínum ekki gert á hlut kæranda, A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 7 2021

Áskilin þóknun kærða, B lögmanns, vegna starfa hans í þágu kæranda, A, felur í sér hæfilegt endurgjald.

Kærði, B lögmaður, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut kæranda, A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 6 2021

Endurgreiðslukröfu kæranda, A, á hendur kærða, B lögmanni, á grundvelli 1. mgr. 26. gr. laga nr. 77/1998 um lögmenn, er vísað frá nefndinni.

Kærði, B, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut kæranda, A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 5 2021

Sú háttsemi kærða, B lögmanns, að fara í og skanna inn nánar tilgreind dómskjöl sem kærandi, A lögmaður, hafði í vörslum sínum vegna hagsmunagæslu í þágu umbjóðanda síns, án þess að leita skýrrar heimildar hans, er aðfinnsluverð.


Mál 4 2021

Kröfu kæranda, A, um að hann þurfi ekki að greiða fyrir lögmannsþjónustu kærða, B lögmanns, eða að áskilin þóknun sæti lækkun, er vísað frá nefndinni.

Kærði, B lögmaður, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut kæranda, A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 3 2021

Kröfu kæranda, A, um að kærði, B lögmaður, geri hreint fyrir sínum dyrum og sýni annað hvort undirritaðan samning við móður kæranda, C, þar sem skýrt komi fram að hann sé lögmaður hennar og vinni að hagsmunum hennar ellegar dragi til baka yfirlýsingar þess efnis að hann sé lögmaður hennar með skýrum hætti, er vísað frá nefndinni.

Kröfu kæranda, A, um að kærði, B lögmaður, komi skýrt fram og lýsi því yfir að hann sé annað hvort hættur að koma fram sem lögmaður systur kæranda, E, ellegar að hann sé enn lögmaður hennar, er vísað frá nefndinni.

Kærði, A lögmaður, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut kæranda, B, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 2 2021

Kvörtunarefnum kærenda, A, B og C, er varða áskilið endurgjald og störf kærðu, D lögmanns, í þágu H ehf., er vísað frá nefndinni.

Áskilið endurgjald kærðu, D lögmanns, vegna starfa hennar í þágu kærenda, A, B og C, vegna dánarbús G sætir lækkun og telst hæfileg fjárhæð endurgjaldsins vera 4.860.800 krónur með virðisaukaskatti. Kærða, D lögmaður, endurgreiði dánarbúi G 2.855.732 krónur.

Kærða, D lögmaður, sætir áminningu.

Kærða, D lögmaður, greiði óskipt kærendum, A, B og C, 150.000 krónur í málskostnað.