Úrskurðir úrskurðarnefndar lögmanna 01 2022

 
Til að leita eftir orðasambandi skal nota gæsalappir.
T.d. "11. gr."

Mál 31 2022

Varnaraðili, [B] lögmaður, sætir áminningu. 


Mál 30 2022

Kröfu varnaraðila, C, um frávísun málsins, er hafnað.

Sóknaraðili, A lögmaður, f.h. B ehf., á ekki rétt til endurgjalds úr hendi varnaraðila, C, vegna starfa hans í þágu félagsins D ehf.


Mál 29 2022

Kröfu varnaraðila, B lögmanns, um að málinu verði vísað frá nefndinni, er hafnað.

Áskilið endurgjald varnaraðila, B lögmanns, vegna starfa í þágu sóknaraðila, A, sbr. reikning nr. 98-22 frá 29. ágúst 2022 að fjárhæð 70.649 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti, felur í sér hæfilegt endurgjald.

Varnaraðili, B, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut sóknaraðila, A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.   Málskostnaður fellur niður.


Mál 28 2022

Máli þessu er vísað frá nefndinni.


Mál 27 2022

Kröfu varnaraðila, C lögmanns, um að málinu verði vísað frá nefndinni er hafnað. 

Varnaraðili,C lögmaður, sætir áminningu. 

Málskostnaður fellur niður.  


Mál 26 2022

Kröfu varnaraðila, [B] lögmanns, um að málinu verði vísað frá nefndinni, er hafnað. 

Sú háttsemi varnaraðila, [B] lögmanns, að gera kröfu um að sóknaraðili, [A], bæðist afsökunar á nánar tilgreindum ummælum um umbjóðanda varnaraðila innan þess skamma tímafrests sem veittur var og var utan almenns skrifstofutíma lögmanna, er aðfinnsluverð. Að öðru leyti verður ekki talið að varnaraðili hafi gert á hlut sóknaraðila með háttsemi sem strítt hafi gegn lögum eða siðareglum lögmanna. 

Málskostnaður fellur niður. 


Mál 25 2022

Sú háttsemi varnaraðila, [C] lögmanns, að lýsa því í skriflegu erindi til Persónuverndar, dags. 1. september 2021, að framganga sóknaraðila, [A] og [B], vekti upp spurningar um andlega heilsu þeirra og atgervi allt, er aðfinnsluverð. 


Mál 24 2022

Áskilið endurgjald varnaraðila, B lögmanns, vegna starfa í þágu sóknaraðila, A, sbr. reikning F ehf. nr. 449 frá 1. júlí 2022 að fjárhæð 654.007 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti, felur í sér hæfilegt endurgjald.

Varnaraðili, B lögmaður, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut sóknaraðila, A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 23 2022

Áskilið endurgjald varnaraðila, [B] lögmanns, vegna starfa hans í þágu sóknaraðila, [A], sætir lækkun og skal fjárhæð endurgjaldsins vera  1.252.780 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Varnaraðili endurgreiði sóknaraðila 1.859.801 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti að frádregnum innborgunum þann 22. ágúst 2022 að fjárhæð 412.053 kr. og þann 20. október 2022 að fjárhæð 47.237 kr.

Málskostnaður fellur niður.


Mál 22 2022

Varnaraðili, [B] lögmaður, sætir áminningu.

Málskostnaður fellur niður.