Úrskurðir úrskurðarnefndar lögmanna

 
Til að leita eftir orðasambandi skal nota gæsalappir.
T.d. "11. gr."

Leit að úrskurðum úrskurðarnefndar

Með því að slá leitarorð inn í leitarstreng hér fyrir ofan er hægt að leita í úrskurðum úrskurðarnefndar lögmanna.

Nýjustu úrskurðir úrskurðarnefndar

Úrskurðir fá númer í þeirri stöð sem mál berast til úrskurðarnefndar og eru birtir í númeraröð eftir ártali hér til hliðar.

Mislangan tíma tekur að fjalla um mál og því er ekki úrskurðað í málum eftir númeraröð. Nýjustu úrskurði úrskurðarnefndar má sjá hér fyrir neðan.


Nýjustu úrskurðirnir

Mál 2 2020

Kröfum kæranda, A lögmanns, um að kærða, B lögmanni, verði gert að biðjast afsökunar á framferði sínu og að kæranda verði úrskurðaðar miskabætur, er vísað frá nefndinni. 

Sú háttsemi kærða, B lögmanns, að kynna ekki kæranda, A lögmanni, fjárkröfur skjólstæðings síns og gefa honum með því kost á að ljúka viðkomandi máli með samkomulagi fyrir lögsókn, er aðfinnsluverð 


Mál 29 2019

Kröfum kæranda, A, um að C ehf. verði gert að hætta allri innheimtu gagnvart sér vegna útistandandi krafna, að innheimtukostnaður verði felldur niður og að C ehf. verði gert að endurgreiða kæranda ofgreiddan innheimtukostnað að fjárhæð 766.267 krónur, er vísað frá nefndinni. 


Mál 26 2019

Kröfum kæranda, A, um að kærða, B lögmanni, og C ehf. verði gert að hætta allri innheimtu gagnvart sér vegna útistandandi krafna, að kærða verði gert að endurgreiða ofgreidda hlutfallstölu kostnaðar á innheimtukröfum og að kærða og/eða C ehf. verði gert að endurgreiða kæranda innheimtukostnað að fjárhæð 247.137 krónur, er vísað frá nefndinni.

Sú háttsemi kærða, B lögmanns, að setja fram beiðni um skráningu kæranda, A, á vanskilaskrá í ágústmánuði 2019 vegna innheimtukrafna á grundvelli smálána, þegar fyrir lá beiðni kæranda gagnvart C ehf. um sundurliðað kröfuyfirlit, að innheimtu yrði hætt uns það yrði afhent og færðar voru fyrir því viðhlítandi mótbárur sem og með því að hafa synjað um afskráningu kæranda á vanskilaskrá nema að gert yrði greiðslusamkomulag um hinar undirliggjandi kröfur, sem ljóst mátti vera að kynnu að vera umþrættar, er aðfinnsluverð.


Mál 27 2019

Kærði, B lögmaður, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut kæranda, A ehf., með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.  


Mál 25 2019

Kröfum kæranda, A, um að dómur Landsréttar x. júní 201x í máli nr. xxx/201x verði „felldur úr gildi“, að málið verði endurupptekið og að kærða, B lögmanni, verði gert að afhenda kæranda öll málsgögn og kvittun fyrir uppsagnarbréfi, er vísað frá nefndinni.

Kærði, B lögmaður, sætir aðfinnslu fyrir að hafa ekki látið kæranda A, í té sundurliðaðan reikning yfir verkkostnað án ástæðulauss dráttar og að hafa ekki sinnt ítrekuðum beiðnum kæranda þar að lútandi.

Áskilin þóknun kærða, B lögmanns, vegna starfa hans í þágu kæranda A, við rekstur héraðsdómsmálsins nr. x-xx/201x og landsréttarmálsins nr. xxx/201x, felur í sér hæfilegt endurgjald.


Mál 20 2019

Kærði, B lögmaður, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut kæranda, A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 18 2019

Sú háttsemi kærða, B lögmanns, að hefja innheimtuaðgerðir á hendur kæranda, A, með ritun og sendingu innheimtubréfs þann x. september 201x vegna kröfu um kærumálskostnað, sem þá var ekki í vanskilum, og að hafa þar uppi sem og í aðfararbeiðni, dags. x. sama mánaðar, kröfu um hagsmunatengda innheimtuþóknun vegna úrskurðaðs málskostnaðar, án þess að stoð væri fundin fyrir slíkri kröfu, er aðfinnsluverð.


Mál 24 2019

Kærði, B lögmaður, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut kæranda, A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 22 2019

Kærði, B lögmaður, hefur ekki gert á hlut kæranda, A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.

Áskilin þóknun kærða, B lögmanns, vegna starfa hans í þágu kæranda, A, felur í sér hæfilegt endurgjald.


Mál 19 2019

Kærði, B lögmaður, hefur ekki gert á hlut kæranda, A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.

Áskilin þóknun kærða, B, vegna starfa hans í þágu kæranda, A, felur í sér hæfilegt endurgjald.