Úrskurðir úrskurðarnefndar lögmanna

 

Leit að úrskurðum úrskurðarnefndar

Með því að slá leitarorð inn í leitarstreng hér fyrir ofan er hægt að leita í úrskurðum úrskurðarnefndar lögmanna.

Nýjustu úrskurðir úrskurðarnefndar

Úrskurðir fá númer í þeirri stöð sem mál berast til úrskurðarnefndar og eru birtir í númeraröð eftir ártali hér til hliðar.

Mislangan tíma tekur að fjalla um mál og því er ekki úrskurðað í málum eftir númeraröð. Nýjustu úrskurði úrskurðarnefndar má sjá hér fyrir neðan.


Nýjustu úrskurðirnir

Mál 20 2019

Kærði, B lögmaður, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut kæranda, A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 18 2019

Sú háttsemi kærða, B lögmanns, að hefja innheimtuaðgerðir á hendur kæranda, A, með ritun og sendingu innheimtubréfs þann x. september 201x vegna kröfu um kærumálskostnað, sem þá var ekki í vanskilum, og að hafa þar uppi sem og í aðfararbeiðni, dags. x. sama mánaðar, kröfu um hagsmunatengda innheimtuþóknun vegna úrskurðaðs málskostnaðar, án þess að stoð væri fundin fyrir slíkri kröfu, er aðfinnsluverð.


Mál 24 2019

Kærði, B lögmaður, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut kæranda, A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 22 2019

Kærði, B lögmaður, hefur ekki gert á hlut kæranda, A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.

Áskilin þóknun kærða, B lögmanns, vegna starfa hans í þágu kæranda, A, felur í sér hæfilegt endurgjald.


Mál 19 2019

Kærði, B lögmaður, hefur ekki gert á hlut kæranda, A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.

Áskilin þóknun kærða, B, vegna starfa hans í þágu kæranda, A, felur í sér hæfilegt endurgjald.


Mál 17 2019

Kröfu kæranda, A, um að viðurkennd verði mistök kærðu, B lögmanns og C lögmanns, við hagsmunagæslu í þágu kæranda og ætlað tjón af þeim sökum, er vísað frá nefndinni.

Kærðu, B lögmaður og C lögmaður, hafa í störfum sínum ekki gert á hlut kæranda, A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 15 2019

Kærði, B lögmaður, sætir aðfinnslu fyrir að hafa í starfi sínu gert á hlut kæranda, A, með háttsemi sem stríðir gegn 18. gr. laga nr. 77/1998 um lögmenn og 1. mgr. 8. gr. og 1. mgr. 12. gr. siðareglna lögmanna.

Kröfu kæranda, A, um að nefndin taki afstöðu til þess hvort kærða, B lögmanni, beri að afhenda kæranda öll málsgögn og láti í ljós leiðsögn um hvernig hægt sé að knýja á um slíka gagnaafhendingu, er vísað frá nefndinni.


Mál 1 2019

Kröfu kærenda, A, B ehf. og C AB, um að nefndin taki umþrætta þóknun kærða, D lögmanns, til endurskoðunar og úrskurði um hæfilega þóknun, er vísað frá nefndinni.

Kærði, D, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut kærenda, A, B ehf. og C AB, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 7 2019

Kröfu kærenda, A ehf. og B, um að kærða, C lögmanni, verði gert að endurgreiða þeim 11.372.129 krónur vegna ofgreiddrar þóknunar, sbr. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 77/1998 um lögmenn, er vísað frá nefndinni.

Kröfu kærenda um að lögmannsþóknun kærða sæti lækkun og að til endurgreiðslu komi, sbr. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 77/1998, er vísað frá nefndinni.

Kröfu kærenda um að kærði verði áminntur fyrir ætluð brot gegn 10. og 15. gr. siðareglna lögmanna, sbr. 27. gr. laga nr. 77/1998, er vísað frá nefndinni.

Kærði hefur í störfum sínum ekki gert á hlut kærenda með háttsemi sem stríðir gegn 12. gr. siðareglna lögmanna.


Mál 5 2019

Kærði, B lögmaður, sætir áminningu.

Áskilin þóknun kærða, B lögmanns, vegna starfa hans í þágu kæranda, A, felur í sér hæfilegt endurgjald.