Úrskurðir úrskurðarnefndar lögmanna

 
Til að leita eftir orðasambandi skal nota gæsalappir.
T.d. "11. gr."

Leit að úrskurðum úrskurðarnefndar

Með því að slá leitarorð inn í leitarstreng hér fyrir ofan er hægt að leita í úrskurðum úrskurðarnefndar lögmanna.

Nýjustu úrskurðir úrskurðarnefndar

Úrskurðir fá númer í þeirri stöð sem mál berast til úrskurðarnefndar og eru birtir í númeraröð eftir ártali hér til hliðar.

Mislangan tíma tekur að fjalla um mál og því er ekki úrskurðað í málum eftir númeraröð. Nýjustu úrskurði úrskurðarnefndar má sjá hér fyrir neðan.


Nýjustu úrskurðirnir

Mál 31 2020

Kærði, B ehf., greiði kæranda, A ehf., 9.847.972 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 29. október 2020 til greiðsludags.


Mál 3 2021

Kröfu kæranda, A, um að kærði, B lögmaður, geri hreint fyrir sínum dyrum og sýni annað hvort undirritaðan samning við móður kæranda, C, þar sem skýrt komi fram að hann sé lögmaður hennar og vinni að hagsmunum hennar ellegar dragi til baka yfirlýsingar þess efnis að hann sé lögmaður hennar með skýrum hætti, er vísað frá nefndinni.

Kröfu kæranda, A, um að kærði, B lögmaður, komi skýrt fram og lýsi því yfir að hann sé annað hvort hættur að koma fram sem lögmaður systur kæranda, E, ellegar að hann sé enn lögmaður hennar, er vísað frá nefndinni.

Kærði, A lögmaður, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut kæranda, B, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 1 2021

Kærði, B, sætir áminningu.

Kærði, B lögmaður, skal greiða kæranda, A, 50.000 krónur í málskostnað.  


Mál 25 2020

Áskilið endurgjald kærða, B lögmanns, vegna starfa hans í þágu kæranda, A, og annarra erfingja C, sætir lækkun og telst hæfileg fjárhæð reiknings sem lögmannsstofa kærða mun hafa gefið út þann 11. september 2020 vera 1.792.110 krónur með virðisaukaskatti.

Kærði, B lögmaður, hefur ekki gert á hlut kæranda, A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 22 2020

Kærða, B lögmaður, sætir áminningu.


Mál 21 2020

Kærði, B lögmaður, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut kæranda, A lögmanns, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 19 2020

Máli þessu er vísað frá nefndinni.


Mál 15 2020

Kvörtun kæranda, A, er lýtur að liðum nr. 1. – 3. sem tilgreindir eru í I. niðurstöðukafla úrskurðarins, er vísað frá nefndinni.

Kærði, B lögmaður, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut kæranda, A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 17 2020

Máli þessu er vísað frá nefndinni.


Mál 18 2020

Kvörtun kæranda, A, er lýtur að efni og birtingu kröfubréfs kærða, B lögmanns, á lögheimili kæranda þann 6. júní 2019, er vísað frá nefndinni.

Kærði, A lögmaður, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut kæranda, B, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.