Sú háttsemi kærða, B hdl., að láta undir höfuð leggjast að senda inn gjafsóknarbeiðni fyrir kæranda, A, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir og óskir kæranda í þá veru og að kærði hafi tekið það verk að sér, er aðfinnsluverð. Þá er sú háttsemi kærða að tilgreina í tölvubréfi til kæranda að hann hygðist „afturkalla umsókn um gjafsókn til að draga ekki úr hugsanlegum möguleikum á gjafsókn fyrir Hæstarétti" þegar slík beiðni hafði aldrei verið send, aðfinnsluverð.
Áskilið endurgjald kærða, B hdl., vegna starfa hans í þágu kæranda, A, sætir lækkun og telst hæfileg fjárhæð reiknings nr. 0000145 vera 500.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti og útlögðum kostnaði.