Úrskurðir úrskurðarnefndar lögmanna 1 2018

 
Til að leita eftir orðasambandi skal nota gæsalappir.
T.d. "11. gr."

Mál 9 2018

Kærða, B lögmaður, sætir áminningu.

Kröfum kæranda, A, um að kærða, B lögmaður, afsali sér máli kæranda, fái lögmann sér til aðstoðar sem sé vel að sér í skaðabótamálum eða fái nýjan lögmann að málinu sem sé sérfróður í skaðabótamálum er vísað frá nefndinni.


Mál 8 2018

Máli þessu er vísað frá nefndinni.


Mál 6 2018

Áskilin þóknun kærða, B lögmanns, vegna starfa hans í þágu kæranda, A, felur í sér hæfilegt endurgjald.


Mál 5 2018

Kærði, B ehf., greiði kæranda, A lögmanni, 122.760 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 16. desember 2017 til greiðsludags.


Mál 3 2018

Máli þessu er vísað frá nefndinni.


Mál 2 2018

Sú háttsemi kærðu, B lögmanns, að afhenda C lögmanni, skiptastjóra dánarbús D, tímaskýrslu, sem fylgiskjal með bréfi dags. 17. janúar 2017, sem tók til annarra óviðkomandi starfa kærðu í þágu kæranda, A, á tímabilinu frá 27. júlí 2015 til og með 3. október 2016, er aðfinnsluverð.

Kröfu kæranda um að kærða verði áminnt vegna starfa í þágu kæranda við hagsmunagæslu í héraðsdómsmálinu nr. E-xxxx/2015 er vísað frá nefndinni.


Mál 1 2018

Kærði, B, sætir áminningu.