Mál 45 2018
Kærðu, B lögmaður, C lögmaður og D lögmaður hafa ekki gert á hlut kæranda A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.
Áskilin þóknun kærðu vegna starfa þeirra í þágu kæranda, í tengslum við rekstur héraðsdómsmálsins nr. E-xxx/xxxx, felur í sér hæfilegt endurgjald. Endurgreiðslukröfu kæranda að fjáhæð 290.160 krónur er hafnað.
Kröfu kæranda um að kærðu verði gert að greiða honum 50% af lögmannsþóknun vegna skaðabótamáls þess sem rekið var undir málsnúmerinu E-xxx/xxxx fyrir Héraðsdómi X og málsnúmerinu xxx/xxxx fyrir Landsrétti, eða alls 2.458.378 krónur, er vísað frá nefndinni.