Úrskurðir úrskurðarnefndar lögmanna

 

Leit að úrskurðum úrskurðarnefndar

Með því að slá leitarorð inn í leitarstreng hér fyrir ofan er hægt að leita í úrskurðum úrskurðarnefndar lögmanna.

Nýjustu úrskurðir úrskurðarnefndar

Úrskurðir fá númer í þeirri stöð sem mál berast til úrskurðarnefndar og eru birtir í númeraröð eftir ártali hér til hliðar.

Mislangan tíma tekur að fjalla um mál og því er ekki úrskurðað í málum eftir númeraröð. Nýjustu úrskurði úrskurðarnefndar má sjá hér fyrir neðan.


Nýjustu úrskurðirnir

Mál 12 2018

Áskilin þóknun kærða, B lögmanns, vegna starfa hans í þágu kæranda, A ehf., felur í sér hæfilegt endurgjald.

Kröfu kærða um að kæranda verði gert að greiða kærða 2.500.000 krónur auk dráttarvaxta frá 9. febrúar 2018 til greiðsludags, er vísað frá nefndinni.


Mál 6 2018

Áskilin þóknun kærða, B lögmanns, vegna starfa hans í þágu kæranda, A, felur í sér hæfilegt endurgjald.


Mál 5 2018

Kærði, B ehf., greiði kæranda, A lögmanni, 122.760 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 16. desember 2017 til greiðsludags.


Mál 39 2017

Kærði, C lögmaður, sætir áminningu.


Mál 36 2017

Sú háttsemi kærðu, B lögmanns, að inna af hendi greiðslu fjármuna að fjárhæð 75.000 krónur þann 5. júlí 2017 til D, félags C og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, í tengslum við að vera færð á lista félagsins yfir þá lögmenn sem mælt er með í sakamálum, er aðfinnsluverð.


Mál 26 2017

Áskilið endurgjald kærða, B lögmanns, vegna starfa hans og/eða lögmannsstofu hans í þágu kæranda, A ehf., sætir lækkun og telst hæfilegt endurgjald að fjárhæð 3.047.680 krónur auk virðisaukaskatts.


Mál 3 2018

Máli þessu er vísað frá nefndinni.


Mál 1 2018

Kærði, B, sætir áminningu.


Mál 37 2017

Kærði, B lögmaður, á ekki rétt til þóknunar úr hendi kæranda, A, samkvæmt reikningi kærða nr. 682, dagsettum 14. nóvember 2017 að fjárhæð 325.318 krónur með virðisaukaskatti, og skal hann felldur niður.

Kærði B lögmaður, sætir áminningu.


Mál 35 2017

Kærða, B, sætir áminningu.