Úrskurðir úrskurðarnefndar lögmanna 2022

 

Mál 15 2022

Áskilið endurgjald varnaraðila, B lögmanns, vegna starfa hans í þágu sóknaraðila, A, sætir lækkun og telst hæfileg fjárhæð endurgjaldsins vera 744.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Endurgreiðslukröfu sóknaraðila er hafnað.

Varnaraðili, B lögmaður, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut sóknaraðila, A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 13 2022

Varnaraðila, B lögmanni, er óheimilt að krefja sóknaraðila, A, um þóknun umfram tildæmda málflutningsþóknun í máli er varðar forsjá og umgengni.

Þóknun varnaraðila, B lögmanns, vegna starfa hennar í þágu sóknaraðila, A, í miskabótamáli, telst hæfilega ákveðin kr. 328.228.- að meðtöldum virðisaukaskatti.

Þóknun varnaraðila, B lögmanns, vegna starfa hennar í þágu sóknaraðila, A, í persónuverndarmáli, telst hæfilega ákveðin kr. 254.642.- að meðtöldum virðisaukaskatti.

Kröfu sóknaraðila, A, um að varnaraðili, B lögmaður, endurgreiði honum kr. 139.780.- er hafnað.

Varnaraðila, B, er óheimilt að halda í sínum vörslum skjölum og öðrum gögnum í þeim málum sem hún sinnti í þágu varnaraðila, A.

Varnaraðili, B lögmaður, hefur í starfi sínu ekki gert á hlut sóknaraðila A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 12 2022

Kröfu sóknaraðila, A ehf., um endurgreiðslu ofgreiddra fjármuna úr hendi varnaraðila, B lögmanns, er vísað frá nefndinni.

Varnaraðili, B lögmaður, sætir áminningu.


Mál 11 2022

Kvörtun sóknaraðila, A, er lýtur að verjendastörfum varnaraðila, B lögmanns, á árinu 2021 við rannsókn málsins nr. […], er vísað frá nefndinni.

Varnaraðili, B lögmaður, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut sóknaraðila, A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 10 2022

Kröfu varnaraðila, B lögmanns, um að málinu verði vísað frá nefndinni, er hafnað.

Áskilið endurgjald varnaraðila, B lögmanns, vegna starfa í þágu sóknaraðila, A, felur í sér hæfilegt endurgjald.

Varnaraðili, B lögmaður, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut sóknaraðila, A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 9 2022

Áskilið endurgjald kærðu, B lögmanns, vegna starfa hennar í þágu kæranda, A, sætir lækkun og telst hæfileg fjárhæð endurgjaldsins vera kr. 2.488.480 með virðisaukaskatti.

Kærða, B lögmaður hefur í störfum sínum ekki gert á hlut kæranda, A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 7 2022

Kröfu varnaraðilans, [B] lögmanns, um að málinu verði vísað frá nefndinni er hafnað.

Sú háttsemi, [B] lögmanns, að lýsa vinnubrögðum sóknaraðila, [A], í tölvupósti þann 15. desember 2021 sem ámælisverðum og með ólíkindum og segjast þurfa að vara fólk við þess háttar fólki á sem flestum stöðum við sem flest tækifæri, er aðfinnsluverð.

Málskostnaður fellur niður.


Mál 5 2022

Kröfu varnaraðila, B lögmanns, um að kvörtun sóknaraðila, A lögmanns, verði vísað frá nefndinni, er hafnað. 

Varnaraðili, B lögmaður, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut sóknaraðila, A lögmanns, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.   

Málskostnaður fellur niður. 


Mál 4 2022

Varnaraðili, B lögmaður, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut sóknaraðila, A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 3 2022

Máli þessu er vísað frá nefndinni.