Varnaraðila, B lögmanni, er óheimilt að krefja sóknaraðila, A, um þóknun umfram tildæmda málflutningsþóknun í máli er varðar forsjá og umgengni.
Þóknun varnaraðila, B lögmanns, vegna starfa hennar í þágu sóknaraðila, A, í miskabótamáli, telst hæfilega ákveðin kr. 328.228.- að meðtöldum virðisaukaskatti.
Þóknun varnaraðila, B lögmanns, vegna starfa hennar í þágu sóknaraðila, A, í persónuverndarmáli, telst hæfilega ákveðin kr. 254.642.- að meðtöldum virðisaukaskatti.
Kröfu sóknaraðila, A, um að varnaraðili, B lögmaður, endurgreiði honum kr. 139.780.- er hafnað.
Varnaraðila, B, er óheimilt að halda í sínum vörslum skjölum og öðrum gögnum í þeim málum sem hún sinnti í þágu varnaraðila, A.
Varnaraðili, B lögmaður, hefur í starfi sínu ekki gert á hlut sóknaraðila A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.