Úrskurðir úrskurðarnefndar lögmanna

 
Til að leita eftir orðasambandi skal nota gæsalappir.
T.d. "11. gr."

Leit að úrskurðum úrskurðarnefndar

Með því að slá leitarorð inn í leitarstreng hér fyrir ofan er hægt að leita í úrskurðum úrskurðarnefndar lögmanna.

Nýjustu úrskurðir úrskurðarnefndar

Úrskurðir fá númer í þeirri stöð sem mál berast til úrskurðarnefndar og eru birtir í númeraröð eftir ártali hér til hliðar.

Mislangan tíma tekur að fjalla um mál og því er ekki úrskurðað í málum eftir númeraröð. Nýjustu úrskurði úrskurðarnefndar má sjá hér fyrir neðan.


Nýjustu úrskurðirnir

Mál 12 2017

Úrskurðarnefnd lögmanna barst þann 10. febrúar 2017 erindi kæranda, A, til heimilis að C í Grindavík, en í því er kvartað yfir því að kærða, B héraðsdómslögmaður, með starfsstöð að D, Reykjavík, hafi brotið annars vegar 1. mgr. 26. gr. laga nr. 77/1998 um lögmenn hvað varðar rétt til endurgjalds eða fjárhæð þess og hins vegar 27. gr. laganna.


Mál 16 2017

Kærði, B hrl., hefur í störfum sínum ekki gert á hlut kæranda, A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 17 2017

Kærði, B hrl., hefur í störfum sínum ekki gert á hlut kæranda, H, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.

Kröfu kæranda um að kærða verði gert að biðja kæranda opinberlega og skriflega afsökunar vegna ærumeiðinga er vísað frá nefndinni.


Mál 18 2017

Sú háttsemi kærða, B hrl., að svara ekki ítrekuðum erindum og fyrirspurnum kæranda, A, um afdrif kröfu vegna útlagðs sjúkrakostnaðar aðilans, í kjölfar uppgjörs slysabóta samkvæmt því máli sem kærði annaðist fyrir og í þágu kæranda, er aðfinnsluverð.


Mál 11 2017

Sú háttsemi kærða, B hrl., að tilgreina í yfirlýsingu sem beint var til fjölmiðla að kærandi, A hrl., hefði lekið kæru, sem send hafði verið til héraðssaksóknara, til fjölmiðla, er aðfinnsluverð.


Mál 5 2017

Sú háttsemi kærða, F hrl., að ítreka kröfur á hendur kærendum A ehf. og B ehf. um greiðslu fjárskuldbindinga, eftir að kærða mátti vera ljóst að kröfurnar væru umþrættar og að kærendur hygðust taka til einkaréttarlegra varna gegn þeim, með tilvísun til þess að ef þær yrðu ekki greiddar yrðu fyrirsvarsmenn félaganna, kærendur C, D og E, kærðir til embættis héraðssaksóknara, er aðfinnsluverð. 


Mál 29 2016

Ár 2017, miðvikudaginn 28. júní, var haldinn fundur í úrskurðarnefnd lögmanna að Álftamýri 9, Reykjavík. Mættir voru undirritaðir nefndarmenn.


Mál 23 2016

Ár 2017, 28. júní  var haldinn fundur í úrskurðarnefnd lögmanna í húsnæði Lögmannafélags Íslands, Álftamýri 9, Reykjavík.


Mál 31 2016

Ár 2017, 28. júní, var haldinn fundur í úrskurðarnefnd lögmanna í húsnæði Lögmannafélags Íslands, Álftamýri 9, Reykjavík.


Mál 28 2016

Ár 2017, föstudaginn 26. maí, var haldinn fundur í úrskurðarnefnd lögmanna í húsnæði Lögmannafélags Íslands, Álftamýri 9, Reykjavík.