Úrskurðir úrskurðarnefndar lögmanna

 
Til að leita eftir orðasambandi skal nota gæsalappir.
T.d. "11. gr."

Leit að úrskurðum úrskurðarnefndar

Með því að slá leitarorð inn í leitarstreng hér fyrir ofan er hægt að leita í úrskurðum úrskurðarnefndar lögmanna.

Nýjustu úrskurðir úrskurðarnefndar

Úrskurðir fá númer í þeirri stöð sem mál berast til úrskurðarnefndar og eru birtir í númeraröð eftir ártali hér til hliðar.

Mislangan tíma tekur að fjalla um mál og því er ekki úrskurðað í málum eftir númeraröð. Nýjustu úrskurði úrskurðarnefndar má sjá hér fyrir neðan.


Nýjustu úrskurðirnir

Mál 22 2022

Varnaraðili, [B] lögmaður, sætir áminningu.

Málskostnaður fellur niður.


Mál 18 2022

Áskilið endurgjald varnaraðila, [B] lögmanns, vegna starfa hans í þágu sóknaraðila, [A], sætir lækkun og skal fjárhæð endurgjaldsins vera  1.285.177 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Varnaraðili endurgreiði sóknaraðila 2.403.013 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti að frádregnum innborgunum þann 22. ágúst 2022 að fjárhæð 267.194 kr. og þann 20. október 2022 að fjárhæð 828.834 kr.

Málskostnaður fellur niður.


Mál 13 2022

Varnaraðila, B lögmanni, er óheimilt að krefja sóknaraðila, A, um þóknun umfram tildæmda málflutningsþóknun í máli er varðar forsjá og umgengni.

Þóknun varnaraðila, B lögmanns, vegna starfa hennar í þágu sóknaraðila, A, í miskabótamáli, telst hæfilega ákveðin kr. 328.228.- að meðtöldum virðisaukaskatti.

Þóknun varnaraðila, B lögmanns, vegna starfa hennar í þágu sóknaraðila, A, í persónuverndarmáli, telst hæfilega ákveðin kr. 254.642.- að meðtöldum virðisaukaskatti.

Kröfu sóknaraðila, A, um að varnaraðili, B lögmaður, endurgreiði honum kr. 139.780.- er hafnað.

Varnaraðila, B, er óheimilt að halda í sínum vörslum skjölum og öðrum gögnum í þeim málum sem hún sinnti í þágu varnaraðila, A.

Varnaraðili, B lögmaður, hefur í starfi sínu ekki gert á hlut sóknaraðila A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 11 2022

Kvörtun sóknaraðila, A, er lýtur að verjendastörfum varnaraðila, B lögmanns, á árinu 2021 við rannsókn málsins nr. […], er vísað frá nefndinni.

Varnaraðili, B lögmaður, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut sóknaraðila, A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 29 2022

Kröfu varnaraðila, B lögmanns, um að málinu verði vísað frá nefndinni, er hafnað.

Áskilið endurgjald varnaraðila, B lögmanns, vegna starfa í þágu sóknaraðila, A, sbr. reikning nr. 98-22 frá 29. ágúst 2022 að fjárhæð 70.649 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti, felur í sér hæfilegt endurgjald.

Varnaraðili, B, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut sóknaraðila, A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.   Málskostnaður fellur niður.


Mál 15 2022

Áskilið endurgjald varnaraðila, B lögmanns, vegna starfa hans í þágu sóknaraðila, A, sætir lækkun og telst hæfileg fjárhæð endurgjaldsins vera 744.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Endurgreiðslukröfu sóknaraðila er hafnað.

Varnaraðili, B lögmaður, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut sóknaraðila, A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 28 2022

Máli þessu er vísað frá nefndinni.


Mál 26 2022

Kröfu varnaraðila, [B] lögmanns, um að málinu verði vísað frá nefndinni, er hafnað. 

Sú háttsemi varnaraðila, [B] lögmanns, að gera kröfu um að sóknaraðili, [A], bæðist afsökunar á nánar tilgreindum ummælum um umbjóðanda varnaraðila innan þess skamma tímafrests sem veittur var og var utan almenns skrifstofutíma lögmanna, er aðfinnsluverð. Að öðru leyti verður ekki talið að varnaraðili hafi gert á hlut sóknaraðila með háttsemi sem strítt hafi gegn lögum eða siðareglum lögmanna. 

Málskostnaður fellur niður. 


Mál 25 2022

Sú háttsemi varnaraðila, [C] lögmanns, að lýsa því í skriflegu erindi til Persónuverndar, dags. 1. september 2021, að framganga sóknaraðila, [A] og [B], vekti upp spurningar um andlega heilsu þeirra og atgervi allt, er aðfinnsluverð. 


Mál 5 2022

Kröfu varnaraðila, B lögmanns, um að kvörtun sóknaraðila, A lögmanns, verði vísað frá nefndinni, er hafnað. 

Varnaraðili, B lögmaður, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut sóknaraðila, A lögmanns, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.   

Málskostnaður fellur niður.