Úrskurðir úrskurðarnefndar lögmanna

 
Til að leita eftir orðasambandi skal nota gæsalappir.
T.d. "11. gr."

Leit að úrskurðum úrskurðarnefndar

Með því að slá leitarorð inn í leitarstreng hér fyrir ofan er hægt að leita í úrskurðum úrskurðarnefndar lögmanna.

Nýjustu úrskurðir úrskurðarnefndar

Úrskurðir fá númer í þeirri stöð sem mál berast til úrskurðarnefndar og eru birtir í númeraröð eftir ártali hér til hliðar.

Mislangan tíma tekur að fjalla um mál og því er ekki úrskurðað í málum eftir númeraröð. Nýjustu úrskurði úrskurðarnefndar má sjá hér fyrir neðan.


Nýjustu úrskurðirnir

Mál 44 2021

Varnaraðili, B, sætir áminningu.


Mál 38 2021

Ágreiningi um endurgjald vegna lögmannsstarfa varnaraðila, B lögmanns, í þágu sóknaraðila, A ehf., B ehf., C ehf. og D samkvæmt reikningum F slf. sem útgefnir voru fyrir 8. nóvember 2020, er vísað frá nefndinni

Áskilin þóknun varnaraðila og F slf., samkvæmt reikningum nr. BSR205144 og nr. BSR211023 sem gefnir voru út á hendur sóknaraðila C ehf. dagana 30. nóvember 2020 og 31. janúar 2021, felur í sér hæfilegt endurgjald.

Málskostnaður fellur niður.


Mál 36 2021

Kærði, B lögmaður hefur í störfum sínum ekki gert á hlut kæranda, A lögmanns, með háttsemi sem stríðir gegn 26. gr. eða 34. gr. siðareglna lögmanna.


Mál 34 2021

Máli þessu er vísað frá nefndinni.


Mál 29 2021

Áskilið endurgjald kærða, B lögmanns, vegna starfa í þágu kæranda, A, samkvæmt reikningi E ehf. nr. 7721 frá 31. júlí 2021 sætir lækkun og telst hæfileg fjárhæð endurgjaldsins vera 806.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti.

Kærði, B lögmaður, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut kæranda, A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 28 2021

Áskilið endurgjald kærða, B lögmanns, vegna starfa í þágu kæranda, A, samkvæmt reikningi E nr. 7716 frá 31. júlí 2021 sætir lækkun og telst hæfileg fjárhæð endurgjaldsins vera 846.300 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti.

Kærði, B lögmaður, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut kæranda, A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 27 2021

Áskilið endurgjald kærða, B lögmanns, vegna starfa í þágu kæranda, A, samkvæmt reikningi E ehf. nr. 7728 frá 31. júlí 2021 sætir lækkun og telst hæfileg fjárhæð endurgjaldsins vera 846.300 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti.

Kærði, B lögmaður, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut kæranda, A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 16 2021

Kvörtun kæranda, A, er lýtur að því að kærða, B lögmaður, hafi gegn betri vitund gefið kæranda misvísandi upplýsingar um að hún gætti jafnframt hagsmuna hans í skilnaðarmáli hans og umbjóðanda kærðu, er vísað frá nefndinni.

 

Kvörtun kæranda, A, er lýtur að því að kærðu B lögmanni, hafi láðst að benda kæranda á að leita sér lögmannsaðstoðar áður en samningur um fjárskipti var undirritaður, er vísað frá nefndinni.

 

Kröfu kæranda, A, um að B lögmanni beri að endurgreiða lögmannsþóknun sína, sbr. 1. mgr. 26. mgr. laga nr. 77/1998, er hafnað.

 

Málskostnaður fellur niður.


Mál 11 2021

Máli þessu er vísað frá nefndinni.


Mál 21 2021

Kærði, B lögmaður, sætir áminningu.