Mál 31 2023
Kröfu varnaraðila, [B] lögmanns, um frávísun málsins frá nefndinni er hafnað.
Sú háttsemi varnaraðila, [B] lögmanns, sem hún sýndi af sér með eftirfarandi ummælum sínum um sóknaraðila, [A], í tölvupóstsamskiptum við barnaverndaryfirvöld:
„…móðir er ekki andlega heil…“,
„Konan er augljóslega ekki heil á geði og er til alls líkleg. Ætla starfsmenn BVN að hafa það á samviskunni að hafa fullyrt að drengnum sé ekki hætta búin hjá móður og finna hans svo látinn!“,
„…móður sem fullyrða má að er ekki andlega heilbrigð miðað við gögn málsins“,
„…móðir er ekki heil“,
er aðfinnsluverð.
Sú háttsemi varnaraðila, [B] lögmanns, að senda dómara í máli sóknaraðila, [A], tölvupóst þann […], með því efni sem þar kom fram og nánar er lýst í úrskurði þessum, er aðfinnsluverð.
Málskostnaður fellur niður.