Úrskurðir úrskurðarnefndar lögmanna 01 2023

 

Mál 30 2023

Varnaraðili, B lögmaður lögmaður, hefur ekki gert á hlut sóknaraðila, A, í störfum sínum, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.

Málskostnaður fellur niður.


Mál 26 2023

Kröfu varnaraðila, C lögmanns, um frávísun málsins frá nefndinni, er hafnað.

Varnaraðili, C lögmaður, hefur ekki gert á hlut sóknaraðila A ehf. og B, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 25 2023

Máli þessu er varðar störf varnaraðila í tengslum við ráðstöfun fyrirframgreidds arfs og erfðafjár­skýrslu vegna þeirrar ráðstöfunar er vísað frá nefndinni.

Máli þessu er varðar brot varnaraðila á ákvæðum siðareglna lögmanna um hagsmunaárekstur er vísað frá nefndinni.

Varnaraðilar, [C] lögmaður, og [D] lögmaður, hafa í störfum sínum ekki gert á hlut sóknaraðila, [A] og [B], með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.

Málskostnaður fellur niður.


Mál 24 2023

Áskilið endurgjald varnaraðila, B lögmanns, vegna starfa hans í þágu sóknaraðila, A sf., felur í sér hæfilegt endurgjald.

Varnaraðili, B lögmaður, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut sóknaraðila, A sf., með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.

Málskostnaður fellur niður.


Mál 23 2023

Áskilið endurgjald varnaraðila, B lögmanns, vegna starfa hennar í þágu sóknaraðila, A, að fjárhæð 3.000.000 kr.  felur í sér hæfilegt endurgjald.

Varnaraðili, B lögmaður, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut sóknaraðila, A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 21 2023

Varnaraðili, B lögmaður, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut sóknaraðila, A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 16b 2023

Kröfu varnaraðila, C lögmanns, um frávísun málsins frá nefndinni, er hafnað.

Varnaraðili, C lögmaður, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut sóknaraðila, A ehf. og B, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.

Málskostnaður fellur niður.


Mál 16a 2023

Þeim hluta málsins sem lýtur að því að varnaraðili, C lögmaður, hafi tekið að sér hagsmunagæslu fyrir gagnaðila sóknaraðila, A ehf. og B, er vísað frá nefndinni.

Kröfu varnaraðila, C lögmanns, um frávísun þess hluta málsins er lýtur að framlagningu dómskjala í Héraðsdómi Reykjaness þann 6. apríl 2022 í máli [...], er hafnað.

Varnaraðili, C lögmaður, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut sóknaraðila, A ehf. og B, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 15 2023

Áskilið endurgjald varnaraðila, B lögmanns, vegna starfa hans í þágu sóknaraðila A, við skipti á dánarbúi […], að fjárhæð kr. 1.822.955, felur í sér hæfilegt endurgjald.

Varnaraðili, B lögmaður, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut sóknaraðila A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 14 2023

Máli þessu er vísað frá nefndinni.