Úrskurðir úrskurðarnefndar lögmanna 01 2023

 
Til að leita eftir orðasambandi skal nota gæsalappir.
T.d. "11. gr."

Mál 31 2023

Kröfu varnaraðila, [B] lögmanns, um frávísun málsins frá nefndinni er hafnað.

Sú háttsemi varnaraðila, [B] lögmanns, sem hún sýndi af sér með eftir­farandi ummæl­um sínum um sóknaraðila, [A], í tölvupóstsamskiptum við barna­verndar­­yfirvöld:

„…móðir er ekki andlega heil…“,

Konan er augljóslega ekki heil á geði og er til alls líkleg. Ætla starfsmenn BVN að hafa það á samviskunni að hafa fullyrt að drengnum sé ekki hætta búin hjá móður og finna hans svo látinn!“,

„…móður sem fullyrða má að er ekki andlega heilbrigð miðað við gögn málsins“,

„…móðir er ekki heil“,

er aðfinnsluverð.

Sú háttsemi varnaraðila, [B] lögmanns, að senda dómara í máli sóknaraðila, [A], tölvu­póst þann […], með því efni sem þar kom fram og nánar er lýst í úrskurði þessum, er aðfinnsluverð.

Málskostnaður fellur niður.


Mál 30 2023

Varnaraðili, B lögmaður lögmaður, hefur ekki gert á hlut sóknaraðila, A, í störfum sínum, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.

Málskostnaður fellur niður.


Mál 26 2023

Kröfu varnaraðila, C lögmanns, um frávísun málsins frá nefndinni, er hafnað.

Varnaraðili, C lögmaður, hefur ekki gert á hlut sóknaraðila A ehf. og B, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 25 2023

Máli þessu er varðar störf varnaraðila í tengslum við ráðstöfun fyrirframgreidds arfs og erfðafjár­skýrslu vegna þeirrar ráðstöfunar er vísað frá nefndinni.

Máli þessu er varðar brot varnaraðila á ákvæðum siðareglna lögmanna um hagsmunaárekstur er vísað frá nefndinni.

Varnaraðilar, [C] lögmaður, og [D] lögmaður, hafa í störfum sínum ekki gert á hlut sóknaraðila, [A] og [B], með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.

Málskostnaður fellur niður.


Mál 24 2023

Áskilið endurgjald varnaraðila, B lögmanns, vegna starfa hans í þágu sóknaraðila, A sf., felur í sér hæfilegt endurgjald.

Varnaraðili, B lögmaður, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut sóknaraðila, A sf., með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.

Málskostnaður fellur niður.


Mál 23 2023

Áskilið endurgjald varnaraðila, B lögmanns, vegna starfa hennar í þágu sóknaraðila, A, að fjárhæð 3.000.000 kr.  felur í sér hæfilegt endurgjald.

Varnaraðili, B lögmaður, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut sóknaraðila, A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 21 2023

Varnaraðili, B lögmaður, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut sóknaraðila, A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 16b 2023

Kröfu varnaraðila, C lögmanns, um frávísun málsins frá nefndinni, er hafnað.

Varnaraðili, C lögmaður, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut sóknaraðila, A ehf. og B, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.

Málskostnaður fellur niður.


Mál 16a 2023

Þeim hluta málsins sem lýtur að því að varnaraðili, C lögmaður, hafi tekið að sér hagsmunagæslu fyrir gagnaðila sóknaraðila, A ehf. og B, er vísað frá nefndinni.

Kröfu varnaraðila, C lögmanns, um frávísun þess hluta málsins er lýtur að framlagningu dómskjala í Héraðsdómi Reykjaness þann 6. apríl 2022 í máli [...], er hafnað.

Varnaraðili, C lögmaður, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut sóknaraðila, A ehf. og B, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 15 2023

Áskilið endurgjald varnaraðila, B lögmanns, vegna starfa hans í þágu sóknaraðila A, við skipti á dánarbúi […], að fjárhæð kr. 1.822.955, felur í sér hæfilegt endurgjald.

Varnaraðili, B lögmaður, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut sóknaraðila A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.