Úrskurðir úrskurðarnefndar lögmanna

 

Leit að úrskurðum úrskurðarnefndar

Með því að slá leitarorð inn í leitarstreng hér fyrir ofan er hægt að leita í úrskurðum úrskurðarnefndar lögmanna.

Nýjustu úrskurðir úrskurðarnefndar

Úrskurðir fá númer í þeirri stöð sem mál berast til úrskurðarnefndar og eru birtir í númeraröð eftir ártali hér til hliðar.

Mislangan tíma tekur að fjalla um mál og því er ekki úrskurðað í málum eftir númeraröð. Nýjustu úrskurði úrskurðarnefndar má sjá hér fyrir neðan.


Nýjustu úrskurðirnir

Mál 12 2022

Kröfu sóknaraðila, A ehf., um endurgreiðslu ofgreiddra fjármuna úr hendi varnaraðila, B lögmanns, er vísað frá nefndinni.

Varnaraðili, B lögmaður, sætir áminningu.


Mál 42 2021

Kröfu varnaraðila, C lögmanns, um að kvörtun sóknaraðila, A ehf. og B ehf., verði vísað frá nefndinni, er hafnað.

Sú háttsemi varnaraðila, C lögmanns, að svara ekki ítrekuðum erindum lögmanns sóknaraðila, A ehf. og B ehf., í aðdraganda skiptafundur þrotabús E ehf. sem haldinn var þann x. desember 20xx, er aðfinnsluverð.

Málskostnaður fellur niður.


Mál 10 2022

Kröfu varnaraðila, B lögmanns, um að málinu verði vísað frá nefndinni, er hafnað.

Áskilið endurgjald varnaraðila, B lögmanns, vegna starfa í þágu sóknaraðila, A, felur í sér hæfilegt endurgjald.

Varnaraðili, B lögmaður, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut sóknaraðila, A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 39 2021

Kröfu varnaraðila, B lögmanns og C lögmanns, um að málinu verði vísað frá nefndinni, er hafnað.

Áskilið endurgjald varnaraðila, B lögmanns og C lögmanns, vegna starfa í þágu sóknaraðila, A, felur í sér hæfilegt endurgjald.

Varnaraðilar, B lögmaður og C lögmaður, hafa í störfum sínum ekki gert á hlut sóknaraðila, A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 4 2022

Varnaraðili, B lögmaður, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut sóknaraðila, A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 3 2022

Máli þessu er vísað frá nefndinni.


Mál 2 2022

Varnaraðili, B lögmaður, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut sóknaraðila, A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 43 2021

Áskilið endurgjald varnaraðila, B lögmanns, og lögmannsstofu hennar vegna starfa í þágu sóknaraðila, A, felur í sér hæfilegt endurgjald.

Varnaraðili, B lögmaður, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut sóknaraðila, A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 44 2021

Varnaraðili, B, sætir áminningu.


Mál 38 2021

Ágreiningi um endurgjald vegna lögmannsstarfa varnaraðila, B lögmanns, í þágu sóknaraðila, A ehf., B ehf., C ehf. og D samkvæmt reikningum F slf. sem útgefnir voru fyrir 8. nóvember 2020, er vísað frá nefndinni

Áskilin þóknun varnaraðila og F slf., samkvæmt reikningum nr. BSR205144 og nr. BSR211023 sem gefnir voru út á hendur sóknaraðila C ehf. dagana 30. nóvember 2020 og 31. janúar 2021, felur í sér hæfilegt endurgjald.

Málskostnaður fellur niður.