Úrskurðir úrskurðarnefndar lögmanna

 
Til að leita eftir orðasambandi skal nota gæsalappir.
T.d. "11. gr."

Leit að úrskurðum úrskurðarnefndar

Með því að slá leitarorð inn í leitarstreng hér fyrir ofan er hægt að leita í úrskurðum úrskurðarnefndar lögmanna.

Nýjustu úrskurðir úrskurðarnefndar

Úrskurðir fá númer í þeirri stöð sem mál berast til úrskurðarnefndar og eru birtir í númeraröð eftir ártali hér til hliðar.

Mislangan tíma tekur að fjalla um mál og því er ekki úrskurðað í málum eftir númeraröð. Nýjustu úrskurði úrskurðarnefndar má sjá hér fyrir neðan.


Nýjustu úrskurðirnir

Mál 13/2024

Kröfu varnaraðila, [B] lögmanns, um frávísun málsins frá nefndinni, í heild eða að hluta, er hafnað.

Varnaraðili, [B], hefur ekki gert á hlut sóknaraðila, [A] ehf., með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 43/2024

Áskilið endurgjald varnaraðila, [B] lögmanns, vegna starfa í þágu sóknaraðila, [A], sætir lækkun og telst hæfileg fjárhæð endurgjaldsins vera 600.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. 


Mál 42/2024

Áskilið endurgjald varnaraðila, [C] lögmanns, vegna starfa hans í þágu sóknaraðila, [A] og [B], vegna heimsókna á Landspítala dagana 18.-20. maí 2024, að fjárhæð 153.000 kr., felur  í sér hæfilegt endurgjald.

Áskilið endurgjald varnaraðila, [C] lögmanns, vegna starfa hans í þágu sóknaraðila, [A] og [B], í barnaverndarmáli, að fjárhæð 463.140 kr., felur í sér hæfilegt endurgjald.

Varnaraðili, [C] lögmaður, á ekki rétt á endurgjaldi úr hendi sóknaraðila, [A] og [B], vegna vinnu við dómsmál til ógildingar úrskurði umdæmis­ráðs barnaverndar um vistun barns sóknaraðila utan heimilis.

Sú háttsemi varnaraðila, [C] lögmanns, að veita sóknaraðilum, [A] og [B], ekki skýrar leiðbeiningar og upplýsingar um að máli þeirra yrði vísað frá dómi ef mæting félli niður af þeirra hálfu í þinghaldi 18. júní 2024 er aðfinnsluverð.

Málskostnaður fellur niður.


Mál 40/2024

Varnaraðili, [B] lögmaður, hefur ekki gert á hlut sóknaraðila [A], með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 41/2024

Kröfu varnaraðila, [B] lögmanns, um frávísun málsins frá nefndinni er hafnað.

Áskilið endurgjald varnaraðila, [B] lögmanns, vegna starfa hans í þágu sóknaraðila, [A], að fjárhæð 151.499 kr. að meðtöldum virðisaukaskatti, felur í sér hæfilegt endurgjald. 


Mál 37/2024

Varnaraðili, [B] lögmaður, hefur ekki gert á hlut sóknaraðila, [A], með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 36/2024

Varnaraðili, [B] lögmaður, hefur ekki gert á hlut sóknaraðila, [A], með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 27/2024

Varnaraðili, [B] lögmaður, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut sóknaraðila, [A], með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.

Málskostnaður fellur niður.


Mál 24/2024

Kröfu varnaraðila, [B], um frávísun málsins frá nefndinni er hafnað.

Varnaraðili, [B] lögmaður, sætir áminningu.

Varnaraðili, [B] lögmaður, greiði sóknaraðilum, [A] og [B], óskipt 150.000 kr. í málskostnað.


Mál 3/2024

Kröfu varnaraðila um frávísun málsins frá nefndinni er hafnað.

Áskilið endurgjald varnaraðila, [B] lögmanns, vegna starfa í þágu sóknaraðila, [A], sætir lækkun og telst hæfileg fjárhæð endurgjaldsins vera 2.480.000 kr. að meðtöldum virðisaukaskatti.

Varnaraðili, [B] lögmaður, endurgreiði sóknaraðila, [A], 2.173.821 kr.

Varnaraðili, [B] lögmaður, sætir áminningu.

Málskostnaður fellur niður.