Úrskurðir úrskurðarnefndar lögmanna 10 2019

 

Mál 6 2019

Kærði, B lögmaður, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut kæranda, A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðreglum lögmanna.

Kröfum kæranda um að kærða verði gert að segja sig frá öllum málum er tengjast kæranda, að kærða verði gert að láta tafarlaust af þeirri háttsemi sem kvörtunin lúti að og að kærða verði gert að viðurkenna að hann hafi haft rangt við og biðjist afsökunar á ætluðum hótunum og lygum, er vísað frá nefndinni.