Úrskurðir úrskurðarnefndar lögmanna 02 2023

 

Mál 50 2023

Kröfu varnaraðila, [B] lögmanns um frávísun málsins frá nefndinni er hafnað.

Sú háttsemi varnaraðila, [B] lögmanns, að senda dómara við [A] tölvupóst, þann 22. nóvember 2023, með því efni sem þar kemur fram og nánar er lýst í úrskurði þessum, er aðfinnslu­verð.

Varnaraðili, [B] lögmaður, sætir áminningu vegna þeirrar háttsemi að senda dómara við [A] tölvupóst, þann 25. nóvember 2023, með því efni sem þar kemur fram og nánar er lýst í úrskurði þessum, og þeirrar háttsemi að mæta ekki í löglega boðað þinghald í máli […] þann 27. nóvember 2023.

Varnaraðili, [B] lögmaður, sætir áminningu vegna þeirrar háttsemi að senda 26 lögmönnum tölvupóst, þann 23. nóvember 2023, með því efni sem þar kemur fram og nánar er lýst í úrskurði þessum.


Mál 49 2023

Varnaraðili, B lögmaður, sætir áminningu.

Varnaraðili, B lögmaður, greiði sóknaraðila A 150.000 kr. í málskostnað.


Mál 48 2023

Áskilin þóknun varnaraðila, B lögmanns, vegna starfa hans í þágu sóknaraðila A, að fjárhæð 121.520 kr., felur í sér hæfilegt endurgjald.

Varnaraðili, B, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut sóknaraðila, A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.

Málkostnaður fellur niður.


Mál 47 2023

Kröfu varnaraðila, B lögmanns, um frávísun hluta málsins frá nefndinni er hafnað.

Áskilið endurgjald varnaraðila, B lögmanns, vegna starfa hans í þágu sóknaraðila, A, felur í sér hæfilegt endurgjald.

Varnaraðili, B lögmaður hefur ekki gert á hlut sóknaraðila, A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.

Málskostnaður fellur niður.


Mál 46 2023

Kröfu varnaraðila um frávísun málsins frá nefndinni er hafnað.

Varnaraðili, [C] lögmaður, hefur ekki gert á hlut sóknaraðila, [A] og [B] lögmanns, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.

Málskostnaður fellur niður.


Mál 45 2023

Varnaraðili, C lögmaður, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut sóknaraðila, A og B, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.

Málskostnaður fellur niður.


Mál 42 2023

Varnaraðili, C lögmaður, sætir áminningu.

Varnaraðili, C lögmaður, greiði sóknaraðilum A og B, 150.000 krónur í málskostnað fyrir nefndinni.


Mál 41 2023

Kröfu sóknaraðila, A, um skaðabætur úr hendi varnaraðila, B, er vísað frá nefndinni.

Varnaraðili, B, hefur ekki gert á hlut sóknaraðila A, með háttsemi sem felur í sér brot á siðareglum lögmanna eða lögum.


Mál 40 2023

Kröfu varnaraðila, B lögmanns, um frávísun málsins frá nefndinni er hafnað.

Varnaraðili, B lögmaður, hefur ekki gert á hlut sóknaraðila, A, í störfum sínum, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 38 2023

Kröfu sóknaraðila, A, um endurgreiðslu úr hendi varnaraðila, B lögmanns, er hafnað.