Fréttir

 

Námskeið til öflunar málflutningsréttinda fyrir héraðsdómstólum

Námskeið til öflunar málflutningsréttinda fyrir héraðsdómstólum vorið 2021 verður að öllum líkindum haldið á tímabilinu 22. febrúar nk. til 30. apríl nk. Endanleg útfærsla á kennsluáætlun og fyrirkomulagi námskeiðsins liggur ekki fyrir en námskeiðið verður auglýst á heimasíðu Lögmannafélagsins fljótlega og þá verður jafnframt opnað fyrir rafræna skráningu í gegnum síðuna.

Efni Lögmannablaðs í desember 2020

Meðal efnis: umfjöllun um hlutverk dómstóla í ljósi dóms MDE í Landsréttarmálinu, lögmenn á samfélagsmiðlum, spjall um hagnýt atriði fyrir héraðsdómi, Notkun lögreglu á bakvaktarþjónustu lögmanna og margt fleira. Hægt er að nálgast blaðið hér á heimasíðunni.

Viltu fá prentað eintak af Lögmannablaðinu?

Lögmannablaðið hefur verið gefið út frá árinu 1995, en átti sína fyrirrennara. Blaðið verður því 25 ára á þessu ári. Á afmælisárinu verða þær breytingar gerðar að blaðið verður sent til félagsmanna með rafrænum hætti eingöngu nema þeir hafi óskað eftir því að fá blaðið áfram á pappírsformi.

Ný persónuverndarlög

Ný persónuverndarlög tóku gildi 15. júlí sl. sem m.a. tryggja aukinn réttindi almennings að skráðum persónuupplýsingum um sig. Af því tilefni hefur Lögmannafélag Íslands látið vinna sérstakar leiðbeiningar fyrir lögmenn/lögmannsstofur sem félagið vonar að nýtist félagsmönnum við innleiðingu hinna nýju laga og mótun ... nánar

Skýrsla um gjafsókn

Nýlega kom út skýrsla vinnuhóps LMFÍ um gjafsókn þar sem farið var yfir regluverk gjafsóknar á Íslandi og gerðar tillögur um ...

Matsmannanámskeið 15. og 16. maí

Lögmannafélag Íslands og dómstólasýslan standa fyrir námskeiði fyrir dómkvadda matsmenn. Farið verður yfir hlutverk matsmanna og starf þeirra frá dómkvaðningu og þar til þeir skila matsgerð og/eða mæta fyrir dóm. Þá verður farið yfir ákvæði einkamálalaga sem varða störf matsmanna og samningu matsgerða, undirbúning matsfunda  ...

NÁMSKEIÐ TIL UNDIRBÚNINGS PRÓFI TIL AÐ ÖÐLAST RÉTTINDI TIL AÐ VERA HÉRAÐSDÓMSLÖGMAÐUR

Þeir lögfræðingar sem eiga eftir að endurtaka próf á hdl. námskeiði þurfa að greiða kr. 60.000,- fyrir endurtökurétt og kr. 20.000,- fyrir hvert próf að auki.

Nánari upplýsingar hér

Skýrsla um starfsumhverfi lögmanna og áhrif fjölskylduábyrgðar

Níu af hverjum tíu fulltrúum á lögmannsstofum finna fyrir streitu og helmingur þeirra sér ekki fyrir sér að starfa  ...