Úrskurðir úrskurðarnefndar lögmanna 2023

 
Til að leita eftir orðasambandi skal nota gæsalappir.
T.d. "11. gr."

Mál 37 2023

Kröfu varnaraðila, B lögmanns, um að málinu verði vísað frá nefndinni er hafnað.

Varnaraðili, B lögmaður, sætir áminningu.

Málskostnaður fellur niður.


Mál 35 2023

Áskilið endurgjald varnaraðila, B lögmanns, vegna starfa í þágu sóknaraðila, A ehf., sætir lækkun og telst hæfileg fjárhæð endurgjaldsins vera 342.240 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti.  

Sú háttsemi varnaraðila, B lögmanns, að svara ekki ítrekuðum erindum fyrirsvarsmanns sóknaraðila, A ehf., og að reka mál hans ekki áfram með hæfilegum hraða, er aðfinnsluverð.

Málskostnaður fellur niður.


Mál 34 2023

Kröfu sóknaraðila, A, um að fjárnám verði afturkallað, er vísað frá nefndinni.

Varnaraðili, B lögmaður, hefur ekki gert á hlut sóknaraðila, A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 33 2023

Kröfu varnaraðila, B lögmanns, um frávísun málsins frá nefndinni er hafnað.

Sú háttsemi varnaraðila, B lögmanns, að afhenda sóknaraðila, A ehf., ekki afrit samskipta sem hann átti við þáverandi stjórnarmenn sóknaraðila og eftir atvikum fulltrúa þeirra, [...] og þáverandi endurskoðanda félagsins, [...], er vörðuðu fundargerðir, dags. 3. og 5. júlí 2007, sem óskað var eftir með bréfi lögmanns sóknaraðila, dags. 24. mars 2024, er aðfinnsluverð.


Mál 32 2023

Kvörtun vegna þeirrar háttsemi, B lögmanns, að svara ekki tölvupósti fulltrúa sóknaraðila til hans, dags. 20. júlí 2022, er vísað frá nefndinni.

Varnaraðili, B lögmaður, hefur ekki gert á hlut sóknaraðila, A lögmanns, í störfum sínum, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.

Málskostnaður fellur niður.


Mál 31 2023

Kröfu varnaraðila, [B] lögmanns, um frávísun málsins frá nefndinni er hafnað.

Sú háttsemi varnaraðila, [B] lögmanns, sem hún sýndi af sér með eftir­farandi ummæl­um sínum um sóknaraðila, [A], í tölvupóstsamskiptum við barna­verndar­­yfirvöld:

„…móðir er ekki andlega heil…“,

Konan er augljóslega ekki heil á geði og er til alls líkleg. Ætla starfsmenn BVN að hafa það á samviskunni að hafa fullyrt að drengnum sé ekki hætta búin hjá móður og finna hans svo látinn!“,

„…móður sem fullyrða má að er ekki andlega heilbrigð miðað við gögn málsins“,

„…móðir er ekki heil“,

er aðfinnsluverð.

Sú háttsemi varnaraðila, [B] lögmanns, að senda dómara í máli sóknaraðila, [A], tölvu­póst þann […], með því efni sem þar kom fram og nánar er lýst í úrskurði þessum, er aðfinnsluverð.

Málskostnaður fellur niður.


Mál 30 2023

Varnaraðili, B lögmaður lögmaður, hefur ekki gert á hlut sóknaraðila, A, í störfum sínum, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.

Málskostnaður fellur niður.


Mál 26 2023

Kröfu varnaraðila, C lögmanns, um frávísun málsins frá nefndinni, er hafnað.

Varnaraðili, C lögmaður, hefur ekki gert á hlut sóknaraðila A ehf. og B, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 25 2023

Máli þessu er varðar störf varnaraðila í tengslum við ráðstöfun fyrirframgreidds arfs og erfðafjár­skýrslu vegna þeirrar ráðstöfunar er vísað frá nefndinni.

Máli þessu er varðar brot varnaraðila á ákvæðum siðareglna lögmanna um hagsmunaárekstur er vísað frá nefndinni.

Varnaraðilar, [C] lögmaður, og [D] lögmaður, hafa í störfum sínum ekki gert á hlut sóknaraðila, [A] og [B], með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.

Málskostnaður fellur niður.


Mál 24 2023

Áskilið endurgjald varnaraðila, B lögmanns, vegna starfa hans í þágu sóknaraðila, A sf., felur í sér hæfilegt endurgjald.

Varnaraðili, B lögmaður, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut sóknaraðila, A sf., með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.

Málskostnaður fellur niður.